Lindin - 01.01.1938, Síða 20
18
L I N D I N
vitnisburðum um hátign guðs, sem náttúran um-
hverfis oss oft veitir, né úr guðsdýrkun ástúðlegs
heimilislífs, en hvorttveggja þetta er þó æðimiklum
misfellum undirorpið, meðan helgidómshúsið bíður
eftir að faðma söfnuð guðs og veita honum friðsælt
næði að Iialla sér að brjósti Jesú. — Meiri vanda
veldur það, að þeir munu nokkrir, sem lítið eða ekki
finna til þeirra verkana, sem minnst var. Þeir segja
í hálfgerðu vonleysi: »Það er ekki til neins fyrir mig
að fara í kirkju«. — Mætti ég ráðleggja þessum, |)á
bið ég þá fyrst að minnast þess, að gimsteinn hefir sitl
eðlisgildi, þótt hann sé hulinn mold. Allt verður
að reyna, sem við á, til þess að finna hann. Mikið
var gefið fyrir perluna fundnu í líkingu Jesú. Enn
eru of mörgum huldar dýrmætar guðsríkis-perlur. —
Fyrir nokkrum lugum ára var ungur bóndi. Vor eitt
atvikaðist það svo, að hann fór til kirkju þrjá sunnu-
daga í röð. Heimkominn hinn síðasta sagði hann við
konuna sína: »Nú finn ég, að bezt er að fara sem
oftast í kirkju«. Upp frá því gerðist liann kirkjuræk-
inn, en annað breyttist líka. Hann varð hluttekning-
arsamur í félagslífi safnaðar síns og sveitar, og hver-
velna lil gagns og blessunar. — Komið sem oftast til
kirkju, þótt lítill finnist árangur í fyrstu. Takið inni-
lega þátt í guðsþjónustunni með bæn og — ef unnt
er — söng. Vona ég þá, að bráðum renni upp nýtt
ljós.
Það er áreiðanlegt, að kristindómslíf vort, og þá
líka þjóðlíf, missir mikils við að afnema meira eða
minna guðsþjónustur í kirkjum vorum. Þess sjást
þegar glögg merki bæði í landi voru og eigi síður
annarstaðar. Hver, sem eyru hefir, heyrir nú sárar
stunur álfu vorrar og fleiri landa undir oki heims-
nautna og harðsvíraðrar drottnunargirni. Eigingirni
og ásælni er að sleppa allri takmörkun. Þegar plága
kemur upp, finna menn orsakir hjá því, sem sam-