Lindin - 01.01.1938, Síða 33
L I N D I N
31
Trúum ekki þeim, sem segja: Heimur versnandi fer!
Trúum mannvininum ... Trúum hinu unga manns-
efni, sem lítur yfir lífið í fyrsta sinn og segir: Nú er
gaman að lifa; nú er framfaratíð ! Trúum á hið guð-
dómlega í sjálfum oss.og sigurkraft upplýsingarinnar«.
... »þetta sumar (o: þjóðhátíðarsumarið) á þjóð vor
í andlegum skilningi að halda heilagt; tíminn er
helgitími, droltinsdagur þjóðar vorrar; nú er vor
vitjunardagur; nú eigum við að vera trúmenn og
minnast leyndardómanna, er byrja og enda lífið, minn-
ast guðlegrar forsjónar«.
Þannig hugsar sr. Matthías og skrifar. Oss verður
hann auðskildari og eins kvæði hans og sálmar, er
vér fáum þessi kynni af honum. Það er trúmaður-
inn, sem hér talar í hinum tilfærðu orðum hans. Sá
maður, sem er snortinn anda Jesú Krists og trúir á
mannlífið. Trúir á sigurmátt sannleika og réttlætis
og að að baki öllu í tilverunni vaki algóður og rétt-
látur guð, sem sé skapari allra hluta. í þeirri trú
vinnur hann sína sigra, vinnur sín andlegu afreks-
verk. Og þau verk munu lengi lífa.
IV.
Menn tala nú ekki um smaladrenginn frá Skógum,
og fáir minnast föður hans, gamla Jochums Magnús-
sonar eða móðurinnar, Þóru Einarsdóttur, enda þótt
margt af því, sem ógleymanlegast er í ljóðum hans,
sé óbeinlínis frá henni komið. Menn tala um og
þekkja þjóðskáldið Matthías Jochumsson. En vel
skyldu menn muna það, að lengi er búið að fyrstu
gerð. Móðirin fátæka í Skógum hefir án efa hlotið
þá náðargáfu að vera sér þess meðvitandi og muna
það ávalt, að móðurheitið lagði henni miklar skyldur
á herðar. Mitt í sínum heimiliserfiðleikum missti hún
aldrei sjónar á því, sem mikilsverðast var, guðstrúnni
og traustinu. Og einmitt þetta hið sama trúnaðar-