Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 34
L I N D I
32
traust og lotningarfull elska til guðs, hlaut að verða
það, sem hún gaf börnum sínum í vöggugjöf. Af því
átti hún mest. Það var hennar auður — og það má
um leið teljast gæfa allrar íslenzku þjóðarinnar.
Skáldinu er eðlilega margt minnisstætt um móður
sína frá æskudögunum heima. En ekkert eins og það,
er hún leiðir hann lítinn svein og tekur að sýna
honum iun í þá heima, er lnin sækir ljós og yl og
lífsþrótt til í öllum sínum mörgu raunum og stríði.
Sál hans er ung og hrifnæm og hann hrífst með af
þeim guðlegu myndum, er hún bregður upp fyrir
honum. En svo kemur lífið með fjölgandi árum
og aukinni reynslu. Ilvað verður þá um æskusýn-
irnar? Ég læt hann sjálfan svara því. Þegar hann
er kominn nær fertugu, kemst hann svo að orði í
minningarljóðunum eftir móður sína:
»Þú bentir mér á, hvar árdegissól
í austrinu kom með líf og skjól,
þá signdir þú mig og segir:
»Það er guð, sem horfir svo hlýtt og bjart,
það er hann, sem andar á myrkrið svart
og heilaga ásjónu hneigir«.
Síðan heldur hann áfram og segir frá reynslu hins
fulltíða manns:
»Eg fann það var satt, ég fann þann yl,
sem fjörutíu’ ára tímabil
til fulls mér aldregi eyddi;
ég fann þann neista í sinni og sál,
er sorg og efi, stríð og tál
mér aldregi alveg deyddi«.
Hann lifir upp æsku sína, liinn fullorðni, lífsreyndi
maður. Sér gamla Ijæinn heima í sýn, móður sína
alvarlega og þögula safna börnunum til sín, þegar