Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 38
36
L I N D I N
Hallgrími hefði ekki getizt að skoðunum sr. Matthí-
asar á sumum atriðum trúarinnar.
Kjarninn er hinn sami. Sálin í hjartatrú beggja
ein og hin sama — hin barnslega tilbeiðsla og lotn-
ing fvrir guði sem skapara og verndara allra hluta.
Tilíinning fyrir mannsins eigin smæð, en mikilleik
Drottins og dýrð.
Umbúðirnar eru hinar ólíkustu. Sr. Malthías er
frjálstrúarmaður, sannur fríþenkjari, og að sjálfs hans
sögn, er trú hans í sérstökum efnum oft á hinu mesta
reiki. Hann á í harðri baráttu við sjálfan sig um
ýms efni trúarinnar, — fær einskonar »köst«, eins og
hann sjálfur segir, og á í sárum efasemdum og and-
legu stríði.
Hann, sem iðulega var í siglingum og umgekkst
þá helztu skáld og menntamenn í hverju því landi,
er hann ferðaðist um, og stóð auk þess í bréfaskift-
um við lærdómsmenn út um allan heim, hlaut að
kynnast ýmsum stefnum jafnt í trúarefnum, vísind-
um og skáldskap, og þau kynni höfðu auðvitað sín
áhrif á hans viðkvæmu sál og sína miklu þýðingu
fyrir sjálfan hann og íslenzku þjóðina alla.
Á ferðum sínum með lengri eða skemmri dvöl í
Englandi, verður hann gagntekinn af guðfræðistefnu,
sem gáfaður maður, dr. Channing að nafni, hoðar um
þær mundir. Stefna hans er frjálsari miklu og
rýmri en trúarstefna sú, sem hér ríkti þá og flestir
munu hafa boðað.
Það er gamli tíminn og hinn nýi, sem eigast við.
Barnatrúin, hinn heimafengni arfur, og trú hins víð-
sýna, menntaða heimshorgara heyja stríð um sál
hans. Hvorutveggi heflr mikið til síns ágætis, en geta
báðir ráðið? Verður ekki önnurhvor að víkja?
Hvað á sr. Malthías að gera? Kasta öllu hinu
gamla og ganga nýja tímanum á hönd? Hann gerir
það, sem hinn gáfaði og víðsýni maður hlýtur jafnan