Lindin - 01.01.1938, Page 41
L I N D I N
39
»Ég vissi engin tök á að stríða;
mér fannst sem ég stæði á eyði-ev,
einmana, ráðlaus með brotið flev,
og a9ti svo andláts að bíða«.
Síðan kemur tfminn með sín græðilyf og sína
margþættu reynslu. Fjörutíu ár líða, og enn minnist
skáldið liins dapra dags, er bann leit sinn »sólfagra
kvennanna l)lóma« liðið lík. En hver tónninn er nú
hæztur í sál hans? Hann rifjar upp liðna daga, þegar
hann kom að Stað til að halda hrúðkaup sitt, þar
sem unnustan beið hans og
»Fjöllin hlógu og fossinn kvað
með fegurstu röddu sinni«,
og hann segir:
»C)g nú eru ílogin fjörutíu ár
frá því mig hamingjan gladdi,
og árið á el'tir kvaddi.
Lengi draup með sín döpru tár
dauðinn á nesinu fríða.
Ég vissi’ ekki nokkra vissu til,
en vildi þó bíða — bíða.
Mér fannst eins og allt vort æðra líf
væri’ ofið af draumamyndum.
Eg velktist í sorg og syndum;
mér fannst eins brotin hver mín hlíf
af hégiljum margra alda,
og fáir þyrðu að segja satt
og sannleikans skuld að gjalda.
En svo heldur liann áfram og segir frá reynslu
sinni sem hálf áttræður maður, og þó einu ári betur,
og þar talar hinn guð-innblásni Matthías:
»Loks fór að birta, og birlan sú
að breiðast um strönd og voga