Lindin - 01.01.1938, Síða 44
42
L I N D I N
tveggja. Þótt sál lians sé í uppnámi og hjartað sund-
urtætt af sorgum, þá fer honum oftast eins og Agli
forðum, er hann kvað sitt Sohatorrek, að stormana
lægir í sál hans, öldurnar hníga og kyrrð og jafnvægi
kemst á hugann, er hann ber sín vandamál upp að
»hástóli þess, er allt vill milda«,
Sr. Matthíasi hefir tekizt að varðveita sína barnatrú
gegnum alla reynslu lífsins og árekstra þess, og gera
hana þó einfaldari og dýpri. Eins og harnið grætur
til móður sinnar, svo þráir hann andlegt samlélag
við guð. Hann hrópar:
»Hátt ég kalla, —
hæðir fjalla,
hrópið með til drottins halla.
mínum rómi,
ljóssins ljómi,
lyft þú upp að herrans dómi«.
Og svarið við hænum hans er svo öruggt og af-
dráttarlaust, að vinaskilnaður og dauði eru honum
ekki óttaefni. Dauðinn er vinur þeirra, er vel hafa
lifað. Hann spyr og svarar:
»Hvað er Hel — ?
öllum líkn, sem lifa vel. —
Engill, sem til ljóssins leiðir,
ljósmóðir, sem hvílu reiðir;
sólarbros, er hirta él,
heitir IIel«.
Slík var trú hans, bjargföst og óbrotin eftir marg-
þætta reynslu jarðlífsins. Efasemdir hans allar enduðu
í ávarpi til guðs, andvarpi, sem birtist í guð-innblásnu
trúarljóði, eins og t. d. jæssu:
»Guð, minn guð, ég hrópa«, sem engum gleymisl,
er eitt sinn heyrir það.