Lindin - 01.01.1938, Síða 45
43
L I N D I N
Hin innblásnu kvæði Matthíasar, bæði veraldlegs
efnis og andiegSj jafnt þýdd sem frumsamin, eru svo
mörg, að enginn kostur er að minnast nema fárra
einna í stuttri tímaritsgrein.
Þekktustu sálmar hans, þýddir, munu vera: »(),
þá náð að eiga Jesúm«, sem hvert barn á landinu
kann, og »Hve sæl, ó, hve sæl er hve leikandi lund«
og »0, blessuð stund«, sem háðir hafa ldjómað
sem hinsta kveðja yfir líkbörum ungra og gam-
alla nú um áratugi, að ógleymdum konungi
allra hans þýddu sálma, lofsöngnum fagra: »Hærra
minn guð til þín«, sem frá þeim degi, er hann,
árið 1912, hljómaði yfir öldum Allantshafs sem
hinsta kveðja til hinna 1500 drukknandi manna
og kvenna, er huifu þá í djúpið með risaskipinu
Titanic, hefir veitt þúsundum syrgjandi hjartna
huggun og frið á sárustu harmastundum. I sálmi
þeim eins og íleiri sálmaþýðingum sínum birtist
Matthías allur. Hann yrkir sálminn að nýju og legg-
ur sál sína 'alla inn í orð hans og anda og gerir
hann þar með að játningu og bæn hvers þess ein-
slaklings, er eitt sinn heyrir hann.
Eins og öll mikilmenni sögunnar skildi sr. Matthías
samtíðarmenn sína. Og hann fann til með þeim, er
liðu andlega og líkamlega. En eins og hinir fornu
sjáendur ísraels, gaf hann ekki aðeins samtíð sinni
fjársjóðu, sem eru gulli dýrri. Gjöf hans hrúar alda-
hafið. Hún er sá arfur, sem hverfandi kynslóð er
hrósunarefni að gefa hinni næstu. Slíkan arf láta þeir
einir af hendi, sem eru beztir synir fósturjarðar sinnar.
Því munu þeir seint gleymast íslenzkri þjóð sr. Matt-
hías og sr. Hallgrímur Pétursson.
Sr. Matthíasar mun víða minnst verða með hlý-
hug og virðing nú á þessu ári af þeim, er íslenzkt
mál mæla.
Ein öld er liðin síðan sveinninn fátæki í Skógum