Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 49
L I N D I N
47
verið um nokkuð að ræða, er sé algerlega einangrað
og óháð umhverfi í tíma og rúmi. Viljinn er gróður,
sem sprottinn er upp úr sama jarðvegi og allir aðrir
eðlisþættir sálarlífsins, og verður að fá næringu úr
þeim jarðvegi til þess að geta lifað og dafnað. Ég
hygg, að allir uppeldis- og sálar-fræðingar, sem nokkra
verulega mannþekkingu hafa og reynslu á sviði mann-
lífsins, muni geta verið sammála um, að ómögulegt
sé að skapa í skyndi ákveðinn, og allra síst varan-
legan vilja í nokkurri mannssál, nema þá með ein-
hverskonar ofbeldisaðferðum eða sálarlegri nauðgun,
svo sem t. d. margendurtekinni dáleiðslu. Hitt er alt
annað mál, að hægt er að rækta viljalíf manna og
heina því inn á ákveðnar brautir, enda er alt upp-
eldi á því bygt. En viljaeðlisþáttur mannsins slendur
í sambandi við alla aðra eðlisþætti hans, og getur
lítið án aðstoðar þeirra og samverknaðar. Sannleik-
urinn er sá, að vilji vor er einutl svo fjötraður, svo
margtlæktur og vafinn alskonar innri og ytri viðjum,
sem ekki er á voru valdi að leysa, — svo háður ótal
orsökum, bæði leyndum og Ijósum, að nærri liggur,
að þess verði oft ekki vart, að hann sé til. Á bestu
stundúm vorum skýtur honum upp, t. d. þegar vér
verðum hrifnir af fögru sönglagi, fögru landslagi eða
fallegum manni eða konu. Þá er eins og rýmkist um
tjötrana — í bili. Mikil sorg og mikil hamingja getur
stundum gert svipað gagn.---------
Ef vér erum nú sanpfærð um þetta, að viljinn sé
að meira eða minna leyti bundinn, þá hlýtur oss að
verða það ljóst, hve heimskulegt það er í raun og.
veru að dæma, þ. e. a. s. að ásaka nokkurn mann.
Það skiftir ekki máli í þessu sambandi, hver það er
eða hvað það er, sem lagt hefir hlekkina á viljalíf
mannsins. Vér guðspekinemar höldum því fram, að
yfirleitt fjötri sig hver maður sjálfur, og verði því
hver maður að leysa sig sjálfur. En sjálfskaparvítin