Lindin - 01.01.1938, Page 53
L I N D í N
51
besta fólkið, sem að öllum jafnaði væri dómharð-
ast. Það er mjög eðlilegt að svo sé. Verulega
góður maður er æfinlega ríkur af einingartilfinningu.
Hann samkennir sig öðrum, setur sig í annara spor
og öðlast þann veg hinn rétta skilning á öðrum
mönnum og hinum mismunandi og ólíku afsiöðum
þeirra og viðhorfum. En þess konar maður veit líka,
að inst inni eru merinirnir undarlega líkir. Sams-
konar meginöfl ráða mestu í sálarlífi alls fjölda manna,
sömu ástríður, sömu hvatir, sömu eða skyldar hug-
myndir og hugmyndasamhönd. Munurinn er lang-
mesl í því fólginn, hvernig mönnum teksl að fara
með þessa frumkrafta, sem hreyfa vitundarlífið og
eru atlvakar óteljandi athafna. Er í raun og veru
mikill munur á manni, sem langar að vinna ilt verk
og á liinum, sem vinnur j>að? Munurinn þarf ekki
að vera annar en sá, að hinn síðarnefndi vinnur verk-
ið, lærir al' því og vitkast og hatnar, en hinn á eftir
að vinna verkið og verður lengur á leiðinni til aukins vits
og þroska. Þegar Jesús Ivristur sagði: »Hver, sem
lítur konu girndarauga, hefir þegar drýgt hór með
henni í hjarta sínu«, þá var liann aðeins að lienda
oss á þann mikilvæga sannleika, að enginn er sak-
laus af því, sem illt er talið, meðan hann kennir
löngunar eftir því. Ur því að ég er farinn að minnast
á Jesúm Krist, kemst ég ekki hjá því að vekja alveg
sérstaka athygli yðar á því, hve óvenjulega mildur
hann var í dómum. Nægir aðeins að minna á fram-
komu hans gagnvart hórseku konunni, sem hræsn-
arar samtíðar hans vildu grýta. Orð hans við það
tækifæri: »Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrsta
steininum«, — þessi undursamlegu orð, sem eru ó-
dauðleg eins og sígilt listaverk, ættu að vera rituð
logaletri í hjarta hvers einasta kristins manns. Það
var aðeins eitt, sem Jesús virðist hafa dæmt hart:
Það var hræsnin. Og eftirtektarvert er það, að hann
4*