Lindin - 01.01.1938, Page 58
56
L I N D I N
líkara, en að hann hefði komist upp á eitthvert um-
myndunarfjall, og tekist að varðveita ummyndun sína.
Eg hefi séð fjötrana falla af mönnum eins og brunn-
inn þráð! Eg hefi séð þá varpa af sér ógeðslegum
álagahömum, og standa eftir sem fríða konungssyni
eða dætur! Þeir, sem sáu ekki og vissu ekki um ann-
að en álagahaminn, dæmdu hart, og þeir vissu ekki,
að með hinum miskunnarlausu dómum sínum voru
þeir að tefja fyrir því, að álagahamurinn félli. Ég hefi
tekið eftir þessu og undrast. Og ég liefi lært það,
— ekki einungis, að »ekki er alt, sem sýnist«, heldur
öllu heldur, að flest er eitthvað öðruvísi en það sýn-
ist vera. Og ég tek af öllu hjarta undir orð meistar-
ans frá Nasaret:
»Dæmið ekki«.
Grélar Fells.
Kirkjan og verkalsjðurinn.
(Úr erindi.)
í utanför minni 1936 dvaldi ég um nokkurt skeið
í Svíþjóð, í Sigtúnum við skóla Manfred Björkvists.
Er hann einn kunnasti skólamaður Svía, auk þess
sem hann er áhrifamaður innan sænsku kirkjunnar.
Átti ég tal við Björkvist um sænsk kirkjumál. Sagði
hann mér margt um þau mál og dvaldi hann einkum
við viðhorf hinna ýmsu stjórnmálaflokka til kirkj-
unnar þar í landi. Auðheyrt var, að Björkvist bar
lítið traust til jafnaðarmanna hvað kirkjumálin snerti.
Kvað hanii þá yfirleitt andvíga kirkju og kristin-
dómi. Yiðtal mitt við Björkvist varð til þess, að ég
tók að kynna mér þessi efni nánar en ég hefði gert