Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 59
57
L I N D I N
ella. Ég átti tal við ýmsa sænska presta um þessi
efni, og svör þeirra voru yfirleitt á einn veg: Sænskir
jafnaðarmenn vilja yfirleitt kirkjuna feiga, en þeir
þora ekki að láta slíkar skoðanir uppi vegna kjós-
endanna. Eg ræddi við prestana um kirkjusókn, og
þeir töldu, að verkamenn sæktu yfirleitt ekki kirkju.
Ég fór síðan sjálfur í kirkju í Svíþjóð nokkrum sinn-
um, og virtist mér sem prestarnir hefðu rétt fyrir sér;
þar gat einkum að líta virðulegt yfirstéttarfólk. Ég
átti tal við sænska verkamenn, er aðhyllast jafnaðar-
stefnuna, um þessi efni, og héldu þeir því margir
hiklaust fram, að sænska kirkjan væri yfirstéttarstofnun,
án lifandi tengsla við verkafólkið og almenning í land-
inu, þannig har íiest fyrir mér að sama brunni,
og fór mér ekki að lítast á blikuna. líg var kominn
til Svíþjóðar lil þess að kynna mér þar kirkjumál og
afla mér þar margvíslegra uppörvana fyrir framtíðar-
starf mitt. Ég hafði borið djúpa virðingu fyrir sænsku
kirkjunni, en er ég kynnist henni nánar, kemst ég
að raun um, að voldugasti flokkurinn í landinu, jafn-
aðarmenn, eru henni andvígir. Kirkjan sænska, mál-
staður hennar, var að verða flokksmál, samkvæmt
umsögn hennar eigin þjóna. Þannig virtist mér þá
íslenska kirkjan fremri hinni sænsku. En ég lét mér
ekki þessi vonbrigði nægja. Eg tók að athuga þetta
mál dálítið nánar, og komst ég þannig að raun um
tvennt: Annarsvegar, að sænska kirkjan er sjálf eng-
an veginn án saka, er gert er upp viðhorf jafnaðar-
manna til hennar. Hinsvegar, að sjónarmið hins mæta
manns Björkvists er ekki allskostar rétt og ekki held-
ur prestanna. Kirkjumálaráðherra sænsku stjórnar-
innar er t. d. kunnur að velvild í garð kirkjunnar,
og viðurkenndu það ýmsir kirkjunnar menn í við-
tali við mig. Skal nú gerð nokkur grein fyrir þessu
hvoru um sig.
Það er engan veginn að ástæðulausu, að andað