Lindin - 01.01.1938, Síða 61
L I N D I N 59
2. Álítið þér, að kristindómurinn eigi erindi til
samtíðarinnar, og þá einkum til verkalýðshreyfing-
arinnar? Ef svo er, þá hvert?
Fyrri ár dr. Ahlbergs sem skólastjóra kvað hann
20% hafa svarað seinni spurningunni játandi. En nú
kvað hann svo komið, að 60% svöruðu henni svo.
Fórust dr. Ahlberg svo orð m. a.: »Ég tel, að beinan
fjandskap gegn kristindóminum sé ekki að finna meðal
verkalýðsæskunnar í þessu landi«. Eg tek hér vitnis-
burð dr. Ahlbergs sem dæmi um hið marga, er sann-
færði mig um, að sænskur verkalýður og þá ekki síst
sænsk verkalýðsæska þráir meiri kristindóm. Spurn-
ingin ér aðeins hvernig kirkjunni þar í landi
sem annarstaðar tekst að fullnægja þeirri þörf
að vera alrnenn kirkja, stofnun allra stétta
og flokka, jafnaðarmanna sem annara. Já, kirkjan
þarf einkum að ná til þeirra stétta, er jafnaðarmenn
njóta einkum fylgis hjá. Nái kirkjan ekki fyrst og
fremst til hinna vinnandi stétta með boðskap sinn,
er veruleg hætla á ferðum um tilveru hennar. Er
menn koma til hinna erlendu stórþjóða, hættir mönn-
um við að dæma kristnilífið eftir því, hvort kirkj-
urnar séu fullar og hversu prúðmannlegur söfnuður
sé. En í stórborgunum eru oftast tiltölulega fáar kirkj-
ur, og þeim mun glæsilegri sem söfnuðurinn er, þeim
mun líklegra er að hinna vinnandi stétta gæti lílið
meðal hans. Hér á íslandi kvarta prestar sumstaðar
undan því, að hinir svonefndu lærðu menn sæki illa
kirkjur, og sé svo yfirleitt um »heldra fólkið«; það
sé frekast almúgalólkiö, sem sæki kirkjurnar. Að
nokkru er þella áhyggjuel'ni. En ef um tvennt er að
velja: »fína« kirkju eða almenna kirkju, þar sem sjá
má veðurharin andlit og hnýttar vinnuhendur, ber
hiklaust að velja hina síðarnefndu. Ég hefi talsvert
kynnst kirkjustarfi í Sviss. Mér virtist sem það þætti
»ffnt« að sækja kirkju þar í landi. Á helgum dögum