Lindin - 01.01.1938, Side 64
62
L I N D I N
andúð. Við íslendingar trúum oft um of á útlendar
kenningar. Vonandi gefum við einnig eidendri reynslu
gaum og mun okkur lærast af henni sú kristilega
stefna, að kirkján fjarlægist aldrei alþýðuna. Mun þá
kirkjan verða stofnun alþjóðar, en að því stefna allir
kirkjuvinir.
Eiríkur J. Eiríksson.
Codex sinaiticus.
Það þótti stórviðburður er »Codex sinaiticus«
var í fyrsta skifti almenningi til sýnis í British Mu-
seum. Það var 23. desember 1933. Eins og kunnugt
er, var þetla elsla og merkasta handrit biblíunnar
þá keypt af rússnesku stjórninni íýrir £ 100.000-0-0,
eða sem svarar 2,2 miljónum íslenzkra króna. Þykir
handritið nú einhver allra merkasti lilutur, sem safnið
hefir að geyma.
Fyrstu dagana eftir að auglýst hafði verið, að
mönnum gæfist kostur á að skoða handritið, var að-
sóknin svo mikil, að slíks eru engin dæmi áður.
Þúsundir af pílagrímum hins nýja tíma streymdu til
safnsins til að skoða þenna merka hlut. Handritið
liggur í lokuðu glerskríni, og er hægt að athuga það
og skoða allnákvæmlega, þótt enginn megi snerta á
því. — Síðustu tvö árin heflr verið hljótt um »Codex
sinaiticus« og fátt um handritið ritað. Blöðin, sem
nær því daglega ræddu um það áður, fengu ný um-
ræðuefni, og allir vissu, að hið merka, forna handrit
var nú á öruggum stað og mundi verða varðveitt frá
gleymsku og glötun. Og »Codex sinaiticus« var ekki
íallinn í gleymsku. Síðustu íjögur árin hefir verið