Lindin - 01.01.1938, Qupperneq 81
L I N D I N
79
viltu dýr merkurinnar í uppeldislegum efnum, brynn-
ir þeim á áfengi, rekur dýr sjúkrahús, vandræðahæli
og vinnuskóla fyrir þau, sem eftir á næst í veik og
visin. Og þegar vér komumst að þeirri niðurstöðu,
að heimilin og foreldrarnir verði þó, þrátt fyrir öll
þeirra vandkvæði, ætíð bestu uppalendurnir, ætti
ekki að standa á oss að vera með í einarðri baráttu
fyrir því að skapa heimilunum, mæðrum og feðrum,
sæmileg skilyrði til þess að þau geti leyst þetta siarf
sómasamlega af hendi.
Því er lagt til að komið sé á fót námskeiðum
fyrir mæðraefni með kennslu í uppeldisfræði og leið-
beiningum um innrætingu trúaráhrifa í sálir barn-
anna, með samtölum um Krist og frásögnum um
hann. Hver rnóðir fái árlega leiðbeiningarrit um alla
meðferð barnanna á hvaða aldri, sem þau eru. Hverri
móður séu greiddar, eftir ástæðum, 200—300 kr. fyrir
hvert barn, sem hún annast, sé eiginmaður hennar
á lægri launum en 4000 kr. Einstæðum mæðrum
greitt meira. Hjá launahærri mönnum sé launum
skift og mæðrum greiddar sérstaklega framannefndar
upphæðir, nema annað sé nefnt í kaupmála. Afnum-
in sé mæðravinna úti við í verksmiðjum, vinnustof-
um o. s. frv.
Samkvæml þessu yrðu mæðralaunin yfir 2 milj.
krónur á ári. Hvar á að taka þetta fé? Ef menn
treysta því ekki, að það komi margfalt aftur í betri
og þroskaðri einstaklingum, í aukinni heilbrigði,
minni framfærslu- og fátækrakostnaði, minni atvinnu-
leysisstyrkjum, þá ætti að slofna jöfnunarsjóð milli
einhleypra yflr 30 ára barnlausra fjölskyldna og efna-
fólks annarsvegar og barnaheimilanna hinsvegai'. Eg
er sannfærður um, að hagur Jrjóðarinnar myndi allur
mikið batna og öll þjóðin verða efnaðri, því að rétt-
læti, kærleikur og sannleikur í þjóðfélagsmálum er
brauð á borði þjóðarinnar. Sé lélegt uppeldi, vanhirt