Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 84
82
L I N D I N
inn í allar áttir. í hinni litlu og fátæklegu kirkju
hafði verið halíðleg stund, sem áreiðanlega snerti
hina bestu strengi í brjóstum margra þeirra er þarna
voru, og varð að góðri endurminningu. Letta litla
atvik frá hinni miklu hátíð liefir víst hvergi verið í
frásögur færl fyr, og fáir um það vitað.
Menn finna það eflaust oft þegar á reynir í lífinu,
að kirkjan veitir »hlé fyrir vindi og skjól fyrir skúr-
um«. A alvöru- og sorgarstundum lífsins finna menn
þar skjól, sem þeir mega ekki án vera. Á gleðistund-
um finna menn þar gleði sinni og þakklátssemi lyft
í hærra veldi. Og vissulega er það athyglisvert, að
þegar sáttmálin í Miinchen varð kunnur 30. sept. s.l.,
þá fylltust kirkjurnar í Lundúnum, og eflaust miklu
víðar um lönd. Þangað leitaði fólk í feginleik sínum
og þakklátssemi yfir því, að nýrri styrjöld hefði verið
afstýrt. Þ. K.
Kirkjuleg fundarhöld.
Allmikið hefir verið um kirkjulega fundi á þessu
sumri. Er nú svo komið, að íhuga verður gaumgæfi-
lega, hvernig kirkjulegum fundum verður bezt hagað
í framtíðinni, þannig að prestum landsins verði unnt
að sækja þá og hafa þeirra full not. I>að er naum-
asl hægt að ætlast lil þess, að prestar geti farið í
margar langar ferðir til fundahalda á hverju sumri.
Hæði er oft örðugt að komast að heiman, vegna anna,
og slíkar ferðir ávalt kostnaðarsamar — alll of dýrar
— er tillit er tekið lil þess, hve stéttin er lágt laun-
uð. Lað cr þannig með öllu ókleifl fyrir presla al'