Lindin - 01.01.1938, Qupperneq 85
83
L í N D I N
Vestur-, Norður- og Austurlandi, að i'ara tvær ferðir
til Reykjavíkur á sama sumrinu, eins og í sumar
hefði þurft að vera, ef prestar hefðu sótt bæði synodus
og aðalfund Prestafélags íslands.
Synodus — eða Prestastefnan — var haldin í
Reykjavík, eins og venja er til. Hófst hún 23. júní.
Mættu þar yfir 50 guðfræðingar. Prédikaði séra Hall-
dór líolbeins í Synodusguðsþjónustunni, en séra
Friðrik Rafnar vígslubiskup þjónaði fyrir altari. Riskup
landsins skýrði frá kirkjulegum viðburðum sl. synodus-
ár. Allmörg erindi voru þar flutt, en umræður ekki
miklar. Sögulegust og lengst í minnum höfð mun
þessi prestastefna verða fyrir það, að þá lýsti biskup-
inn, dr. theol. Jón Helgason, því yfir, að hann mundi
beiðast lausnar frá embætti. Bjarni Jónsson vígslu-
biskup flutti biskupi þakkarávarp og bað honum bless-
unar guðs, en prestarnir tóku undir með því að standa
upp.
H i n n a 1 m e n n i k i r k j u f u n d u r var haldinn í
Reykjavík dagana 20. júní til 1. júlí. Fundurinn var
þróttmikifl og ágætlega sóttur al' fulltrúum víðsvegar
að. F'ormaður nefndar þeirrar, er séð befir um undir-
búning þessara almennu kirkjufunda, herra Gísli
Sveinsson sýslumaður, á mjög miklar þakkir skyldar
fyrir ábuga sinn og dugnað. Hafa þessir almennu
kirkjufundir baft miklu meiri þýðingu en mönnum
er enn ljóst. Þeir skapa kynni þeirra, sem áhuga liafa
á kristilegum og kirkjulegum málum og koma af
stað samstarfi, sem ekki hefir verið um að ræða áður.
Þeir eiga stóran þátt í því að vekja þjóðina til um-
hugsunar um mikilvægustu málin. Þarna hittist fólk
af öllum stéttum, prestar, bændur, verkamenn, sjó-
menn, kennarar og tjöldi ágætra og áhugasamra kvenna
mætir einnig á þessum fundum. Á þessum fundum í
Reykjavík var mjög mikið rætt um kirkjuna og æsk-
una eftir merk og afburðagóð erindi, sem þeir lluLtu
0*