Lindin - 01.01.1938, Page 90
88
L I N D I N
Þá gat formaður þess, að honum hefði borist
bréf frá Arna Arnasyni dr. med., þar sem doktorinn
skýrði frá því, að honum ásamt tveim öðrum mönn-
um hefði verið falið að athuga og taka til rækilegr-
ar yfirvegunar samband ríkis og kirkju eða sjálfstæði
íslenzku kirkjunnar, og fór hann þess á leit, að for-
maður tæki efni hréfsins til yfirvegunar á fundi
Prestafélags Vestfjarða, og léti sér síðan í té skoðanir
iélagsmanna á málinu og þeim tillögum, er hann
(dr. Arni) helði áður borið fram og flutt erindi um
á fundi Hallgrímsdeildar. Urðu allmiklar umræður
um hréf dr. Árna, og kom að lokum fram eftirfar-
andi tillaga frá séra Böðvari á Rafnseyri: »Ég legg
til, að fundurinn kjósi þriggja manna nefnd til þess
að vinna með stjórn Prestafélags íslands að undir-
búningi endurskoðunar kirkjulöggjafarinnar. Var til-
lagan horin undir atkvæði og samþykkl í einu hljóði.
Voru þá þessir þrír menn kosnir í nefndina: Sigur-
geir Sigurðsson prófastur, Böðvar Bjarnason prófastur
og séra Þorsteinn Jóhannesson í Vatnsfirði.
í ritnefnd »Lindarinnar« voru kjörnir þeir séra
Sigurgeir Sigurðsson, séra Einar Sturlaugsson og séra
Eiríkur J. Eiríksson.
Stjórn félagsins var endurkosin, en með því að
séra Halldór Ivolbeins lýsti yfir því, að hann mundi
dvelja í Vestmannaeyjum komandi vetur, var séra
Þorsteinn Jóhannesson kjörinn varamaður hans í
stjórnina.
Frá formanni Prestafélags íslands barsl fundinum
svohljóðandi skeyti:
»Prestafélag íslands sendir yður bróðurkveðjur og
blessunaróskir. Ásmundur Guðmundsson«.
Höfðu fundarmenn í fundarbyrjun sent formanni
Prestafélags Islands kveðjur og árnaðaróskir. Enn-
fremur barst fundinum símskeyti frá Sigurbirni Á.
Gíslasyni svohljóðandi: