Lindin - 01.01.1938, Side 92
90
L I N D I N
um að auka hana og efla«. Tillagan var samþykkt
einróma.
2) Tillaga frá séra Böðvari Bjarnasyni: »Aðalfundur
Prestal'élags Vestíjarða beinir, að gefnu tilefni, þeirri
ósk til presta, að þeir geri tilraun til að halda sér-
stakar barnaguðsþjónustur með því sniði, að börnum
sé falin sem mest þáttlaka guðsþjónustunnar, svo sem
söngur, flutningnr bæna o. s. frv.« Var tillaga þessi
einnig samþykkt í einu hljóði.
Frá séra Sigurði Z. Gíslasyni á Þingeyri komu
fram tvær eftirfarandi tillögur, sem hlutu samþykki
fundarins:
1) »Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða beinir þeirri
málaleitun til Prestafélags íslands, að taka til at-
hugunar a) á hvern hátt helst mætti vinna að efl-
ingu kristilegs og menningarlegs sambands milli ís-
lendinga og Færeyinga, og b) að hefja síðan þá sam-
vinnu sem tiltækileg þætti t. d. presta- og stúdenta-
skifti, prédikunar- og fyrirlestrafundi o. fl.«.
2) »Funduíinn skorar á stjórn Prestafélags íslands
og kirkjuráð þjóðkirkjunnar að hlutast til um það,
að grundvellinum fyrir flokkun prestakallanna eftir
embættiskostnaði þeirra verði breytt þannig, að fullt
tillit sé tekið til þjónustuerfiðleika einstakra annexíu-
sókna«.
Frá séra Sigtryggi Guðlaugssyni, fráfarandi pró-
fasti, var þessi tillaga samþykkt í einu hljóði: »Presta-
félag Vestfjarða beinir þeirri ósk til starfsbræðra sinna
um allt land, að þeir vinni að útrýmingu áfengis-
nautnar, hver eftir kröftum sínum og kringumstæðum«.
Síðari fundardaginn sátu fundarmenn að mið-
degisverði á prestsetrinu að Stað í Súgandafirði, á
heimili presthjónanna séra Halldórs Kolbeins og frú
Láru Kolbeins. Nutu þeir þar frábærrar alúðar og
risnu. Voru þar fluttar allmargar borðræður, og meðal