Lindin - 01.01.1938, Síða 93
L I N D I N
Í)1
þeirra er töluðu, var prestsfrúin, er flutti fallegt ávarp
til gesta sinna.
Var þessi ferð að Stað hin ánægjulegasta, eins og
fundurinn í heild sinni.
Kynni mín af Aðalvíkingum.
Mér hefir oft flogið í hug, og ég um það hugsað,
hvort eigi gæti átt vel við, að vér prestar gerðum
meira af því en vér allt til þessa höfum gert að lýsa
dvöl okkar og líðan um lengri eða skemmri tíma
hjá söfnuðum, er oss hefir verið falið að starfa hjá.
— Þetta hlýtur þó að geta haft talsverða þýðingu, og
það myndi oft geta leiðrétt ýmsan misskilning og
ranga dóma og villandi út í frá um viðkomandi söfn-
uðu, sem því miður oft eigi fá að njóta sannmælis
um framkomu sína gagnvart presti sínum. Einkum
er svo hætt við þessu, er um afskekta söfnuði er að
ræða. En þá ætti það að vera heilög skylda hlutað-
eigandi prests, að svo miklu leyti sem í hans valdi
stendur, að leiðréttaj misskilninginn og kveða hann
með öllu niður, því það ætti að vera á hans valdi
að geta það manna best. Geri hann það ekki, hregst
hann skyldu sinni og sýnir alveg ófyrirgefanlegt tóm-
læti í því að bera hönd fyrir höfuð söfnuði sínum,
er hann er borinn röngum sökum. En að afskektur
söfnuður þannig geti verið borinn röngum sökum og
fái þannig ekki að njóta réttdæmis, skal ég nú sýna
með sláandi dæmi.
Þegar ég vorið 1905 sókti um og fékk Staðar-
prestakall í Aðalvík, urðu margir kunningjar mínir
til að láta í Ijós undrun sína yfir því, að mér skyldi