Lindin - 01.01.1938, Page 97
L í N D I N
95
síðan hafa dvalið með Aðalvíkingum, hafa vanrækt
þá heilögu skyldu sína að mótmæla fastlega þessum
orðasveiin og kveða hann niður með öllu. Söfnuður-
inn má ekki og á ekki með nokkurru móti að liggja
undir því ámæli sem er rakalaust með öllu og við
ekkert heíir framar að styðjast. Ég vil svo vona að
þessi seiglífi orðasveimur sé hér með niður kveðinn.
Þá er það eitt, sem þrengja á upp á Aðalvíkinga,
að þeir eigi séu eins vel mannaðir eins og aðrir Djúp-
menn; einhver ómenningarbragur á þeim; þetla hljóti
svo að vera af því að þeir búi norðanvert við Djúpið.
0, þú heilaga einfeldni!
— Nei, munurinn á menntun og menningarbrag
Aðalvíkinga og annara Djúpmanna er ekki meiri en
svo að þungi hans verður vel veginn á lóðavigt! Aðal-
víkingar sækja sömu menntastofnanir og hinir og eru
í engu eftirbátar annai'a hér hvað áhuga og hæfileika
snertir til að ryðja sér braut. Yið skulum svo ekki
fara lengra út í þennan samanburð. Ég vil svo enn
leyfa mér að bæta því við, að þegar ég nú eftir 33
ára veru meðal Aðalvíkinga lít til baka á hina löngu
samleið, þá blasa nú við mér aðeins bjartar og hug-
ljúfar endurminningar frá liðnum samverustundum.
Og þetta að lokum: Væri ég nú aftur orðinn 25 ára
gamall guðfræðikandítat, og mætti nú velja á milli
sveitaprestakallanna hér í ísafjarðarsýslum, — þá
niundi ég, vel kunnugur þeim öllum — hiklaust
sækja einmitt um Stað í Aðalvík. — Þessi yfirlýsing
ii'á minni hálfu vona ég að tali sínu máli.
R. M. Júnsson.