Lindin - 01.01.1938, Síða 101
L I N D í N
99
Er ég hafði fengið þessa einlægu og drenglyndu
játningu, — sem ég liygg, að margir þeirra mundu
vilja gefa í hjarta sínu, sem máske fullyrða hið gagn-
stæða — féll kappræða okkar samslundis niður. Eg
fann á svari þessu, að þrátt fyrir einhvern skoðana-
mismun, áttum við samleið, vorum í raun og veru
sammála um það, að vissan um andlegan og eilífan
veruleik væri sú þekking, er mestu máli skifti fyrir
oss.
Síðan hefir mér oft komið þessi viðræða í hug
og hin hreinskilna játning hins drenglynda manns,
sem var knúin fram af kærleika og ábyrgðartilfinningu
gagnvart þeim, er hann elskaði heitast. Og mér finnst
það augljóst, að orsökin að mörgum niisfellum og
torveldum vandamálum, sem að oss steðja, sé fyrst og
fremst sú, að oss skorti um of kærleika og ábyrgðar-
tilfinningu til að vilja hið besta og gera hið rétta.
Vér þurfum vissulega ekki að vera neinir stjórn-
fræðingar, hagfræðingar ,né ádeilumenn, þótt vér ját-
um, að æskilegt væri að margt færi betur í J>jóðlífi
voru og samneyti öllu, en raun ber vitni um. Hljóta
ekki t. d. flestir eða allir að játa, að viðskifti, átök
og málflutningur ýmsra stjórnmálamanna vona sé
ol't og tíðum í senn bæði blekkjandi, ódrengilegur og
ósiðferðilegur? Sýnisl ekki öllum eitt um það, að það
sé sorgleg villa og þjóðarböl, þegar harðvítugar og
heiftræknar deilur eiga sér stað milli einstaklinga eða
stétta, er saman þurfa að starfa og sem eiga hags-
muni sína og afkomu sameiginlega?
Og virðist oss ekki of margt af því, sem borið er á
borð fyrir þjóðina, bæði í blöðum og skáldritum,
eiga til vor sára lítið erindi og frekar stuðla að því
að veikja traust vort og tiltrú hvert til annars, heldur
en að sætta og styrkja samvinnu og bróðurhug? .Tá,
virðist oss ekki að sumstaðar sé verið að reyna að
kippa stoðum undan ýmsum helgidómum þjóðar