Lindin - 01.01.1938, Page 105
L I N D I N
103
kynnst og lært hverir af öðrum, með því að bera
saman bækurnar um ýms mikilvæg atriði í binu
vandasama starfi sínu. Lessa er tilfinnanlegust þörf
á slíkum breytingatímum, sem gengið bafa yfir að und-
anförnu. Nýtt viðhorf, nýtt fyrirkomuiag, nýjar aðferðir,
nýjar stefnur í uppeldismálum og kennslu, allt þetta
hefir streymt inn á kennaia á undanförnum árum og
gefið þeim ærin umhugsunarefni. Þegar svo stendur
á, er vandinn mikill að velja og bafna, samræma
nýtt og gamalt, atbuga livað er æskilegt og fram-
kvæmanlegt bér, hverju beri að halda af því gamla
og bvað skuli tekið upp af því nýja.
Þegar svona stendur á, er það ekki lítils virði að
geta borið sig samatn um vandamálin og ráðið fram
úr þeim með sameiginlegu átaki.
Námskeið var baldið fyrir kennara í sambandi
við síðasta aðalfund félagsins. Þar var leiðbeint í töflu-
teikningu og byrjunarkennslu í lestri. Auk þess voru
baldnir þrír fyrirlestrar um sögukennslu og aga í
skólum.
Þetta heppnaðist svo vel, að ákveðið er að halda
slík námskeið framvegis í sambandi við fundina.
Eitt þeirra mála, sem félagið hefir nú með bönd-
um, er að vinna að því, að framvegis verði hægl að
sýna fræðandi kvikmyndir við og við í skólunum bér
á Vestfjörðum, og b'elst að hver skóli eignist mjó-
filmuvél.
Samkvæmt lögum frá síðasta þingi gengur nú dá-
lítið brot af skemmtanaskattinum í sérstakan sjóð, er
varið skal til kaupa á fræðilegum kvikmyndum fyrir
skóla og til þess að búa til slíkar myndir af íslensku
atvinnulífi og landslagi. Myndir þessar fá svo skól-
arnir til ókeypis afnota, en sýningarvélarnar verða
þeir að eignast sjálfir, en þær kosta 700—900 krónur.
Nokkur von er um, að slík sýningarvél komi hing-
að til Vestfjarða í vetur, og verður þá ferðast með