Lindin - 01.01.1938, Side 106
104
L I N D I N___________________
hana á niilli skólanna. Mætti þá hafa sýningar fyrir
fullorðið fólk þar, sem ekki eru kvikmyndahús, og
láta inngangseyri ganga í sjóð lil vélakaupa.
Félagið hefir einusinni haft sýningu fyrir kennara
í sambandi við aðalfund., Voru sýndar þar vinnu-
bækur nemenda, handavinna, skólahækur, skólaáhöld
ýmiskonar o. 11. Svipaðar sýningar er mjög gagnlegt
að halda öðru hvoru.
Kennarafélag Vestfjarða er í Sambandi íslenskra
barnakennara (S. í. B.) en hefir hingað til ekki haft
samvinnu við önnur félög. Það væri hins vegar mjög
eðlilegt og æskilegt, að samvinna tækist milli ýmsra
félaga, sem vinna að sama eða svipuðu markmiði.
Samvinna milli presta og kennara lieflr undan-
farið verið hin besta hér á Vestfjörðum, enda mun
það hvergi hér á landinu jai'n algengt, að prestar
kenni kristin fræði í skólunum. Lengi voru prest-
arnir helstu merkisberar alþýðufræðslunnar í land-
inu og jafnvel stundum einu mennirnir, er létu sér
annt um þá hluti. Þó að nú sé risin upp sérstök
kennarastétt, sem tekið hefir að sér þetta starf, þá
er það engum Ijósara heldur en einmitt kennurunum
sjálfum, hve mikil þörf þeim er á samvinnu við sem
allra ílesta, en þó einkum þá menn, sem öðrum frem-
ur eiga að hafa og hafa skilning og þekkingu á því,
hve þýðingarmikil og vandasöm uppeldismálin og
fræðslumálin eru. Margir þeirra presta, sem ég þekki,
hafa líka fyllsta skilning á nauðsyn og samvinnu á
þessum sviðum, en vitanlega getur hún ekki bless-
ast, nema hún sé byggð á einlægum samvinnuvilja
heggja aðila og fullri virðingu fyrir mismunandi skoð-
unum á ýmsum sviðum. Andleg ofbeldishneigð má
hvergi koma nærri, enda lield ég, að mér sé óhætt
að fullyrða, að Vestfirðingar séu yfirleitt blessunar-
lega lausir við þann kvilla.
Þá gæti komið til mála, að bæði félögin, P. V. og