Lindin - 01.01.1938, Page 110
L I N D I N
108
þurfa að í'ara í fyrirlestraferðir til Færeyja, íslenskir
prestar til að flytja þar guðsþjónustur og erindi. ís-
lenska ríkið á að setja upp kennarastól í íslensku og
íslenskum fræðuin í Þórshöfn. Margt lleira mætti
gjöra lil þess að gjöra starfsaman þann kærleika, sem
lifir í sál beggja þjóðanna hvorrar til hinnar.
Um leið og ég hefi riijað upp þann þátt æsku-
minninga minna, er snertir Færeyinga, og eru meðal
minna björtustu, vil ég að lokum þakka þeim af al-
hug þessar gömlu minningar og biðja góðan guð að
blessa þá og þeirra alfagra land
»og hafið, hafið fríða,
sem hjalar við Færeyja sker«.
Sigiirdur Gíslason.
Tveir sálmar.
I.
Ef grætur þú, er Guðsson nær,
hann getur Iiuggað þig,
Jjví ást hans hreytir sorg í sæld,
í sólskin húmsins stig.
Ef syndgar þú, er son Guðs nær,
hinn seka reisir lumn,
því ástin dæmdi aldrei hart,
en öllu bætur fann.
Og sértu einn, er son Guðs nær.
hann sendir birtu’ og yl.