Lindin - 01.01.1938, Page 111
L I N D I N
109
í hverja sál, sem einstæð er
og engan vin á til.
Og hvað, sem annars amar þér,
er ávalt Jesú nær,
því fyrir húms og harma börn
hans helga hjarta slær.
II.
Verði Drottinn vilji þinn.
Innst til dala, yst til stranda,
í öllum byggðum heimsins landa
verði Drottinn vilji þinn.
Verði Drottinn vilji þinn,
hátt og lágt í heimi og geymi,
hverja smáeind gegnum streymi
vísdómsfullur vilji þinn.
Vígi ástar vilji þinn:
sérhvern anda, sérhvert hjarta,
svo að hverfi nóttin svarta.
Verði Drottinn vilji þinn.
Sv. Giinnlaiiysson.
Ég horfi...
Eg horfi á blómin mín blikna,
blómin, sem voru mér kær,
og helkalda næðinga haustsins
hrífa þau vægðarlaust fjær.
Þó bliknuðu blómin ég harmi,
það bætir mitt saknaðar líf,
að blöðin þau falla til foldar
fræjum sem næring og hlíf.