Lindin - 01.01.1938, Page 114
112
L I N D I N
og fuglarnir sungu á ljósþyrstri grein.
— En sál II a n s — var hrygg all lil dauða.
Og fólkið naut líknar og hjálpræðis Hans
og handleiðslu’ á þyrnibraut sannleikans.
Hann læknaði’ og fræddi jafnt vetur sem vor,
og viknandi kystu menn fræðarans spor.
— En sál H a n s — var hrggg alt lil dauða.
Hann hvatti menn til þess að liverfa frá synd,
í kærleika var Hann þeim fyrirmynd.
Og hvar sem að fór hann um bygð eða borg,
alt brosti al' gleði, þar dvínaði’ öll sorg.
— En sál Han s — var hrggg alt til dauða.
En viðhorfm hreyttust. — Nú brugðust þeir fyrst,
sem brennandi vörum Hans spor höfðu kyst,
Hans vinir ei megnuðu’ að vaka’ ’onum hjá,
er vék Hann í angist til bænar þeim frá,
því sál H a n s — var hrggg alt lil dauða.
Sjá kóróna’ úr þyrnum var þökkin til Hans
og þjáninga hlutskifti krossberans.
Til Golgata lýðurinn fylkti sér fast
og frávita bar á hann sakir og last —
Og sál Ií a n s var hrggg all lil dauða.
A krossinum varð Hann við bandingjans bón.
Hann bað fyrir öllum, sem veittu’ ’onum tjón.
Þar úthelti’ ’ann kærleika — alt eins og fyr
og opnaði mönnunum guðsríkis dyr.
— En sál H a n s — var hrygg alt lil dauða.
Hann fórnaði lífinu. — Fullkomnað var
hið fegursta hlutverk Hans köllunar.
í kærleik til als har Hann krossinn í ró,
þess kærleika vegna Hann lifði og dó.
— En sál H ans — var hrggg alt lil dauða.
Guðm. E. Geirdal.