Lindin - 01.01.1938, Side 115
L I N D I N
113
Kirkjulegar fréttir.
Biskup landsins, dr. theol. Jón Helgason, hefir
beðist lausnar frá embætti, en gegnir störfum til ára-
móta. Hefir hann þá setið á biskupsstóli í 22 ár.
Kosning nýs hiskups heíir farið fram. Flest atkvæði
hlutu þessir þrír: prófastur Sigurgeir Sigurðsson, ísa-
firði, 602/3 atkv., vígslubiskup Bjarni Jónsson, Beykja-
vík, 59 2/3 atkv. og sr. Þorsteinn Briem prófastur, Akra-
nesi, 26 atkvæði.
Kosningin var ólögmæt.
Þegar þetta er ritað, hefir kirkjumálaráðherra lagt
til við konung, að séra Sigurgeir Sigurðsson verði
skipaður í biskupsemhættið frá 1. jan. 1939 að telja.
Iíosnir voru tveir vígslubiskupar á árinu sem leið,
prófastur Bjarni Jónsson, Beykjavík, fyrir Skálholts-
stifti. Kom hann í stað prófessors Sig. P. Sivertsen,
er heðist hafði lausnar sakir heilsuhrests. Var hann
vígður í Beykjavíkur dómkirkju í júlí 1937. Yfir Hóla-
stifti hið forna var skipaður sr. Friðrik J. Bafnar á
Akureyri. Var hann vígður í Hóladómkirkju sunnud.
29. ág. sama ár. Koni hann eftir vígslubiskup Hálf-
dán Guðjónsson á Sauðarkróki, er dó snemma á árinu.
Á félagssvæðinu hefir einn prestur látið af starfi,
prófastur Sigtryggur Guðlaugsson á Núpi (sjá á öðr-
um stað í ritinu). 1 hans stað hefir komið ungur
prestur, sr. Eiríkur J. Eiríksson, og er hann jafnframt
ráðinn kennari við Núpsskóla.
Nýjar kirkjur hafa verið byggðar á þessum stöðum
á félagssvæðinu : Á Flateyri, vönduð steinkirkja, byggð
1936, þar hefir ekki verið kirkja áður.
Á Suðureyri í Súgandafirði var í fyrra sumar,
8