Lindin - 01.01.1938, Page 116
114
L 1 N D 1 N
reist steinsteypukirkja, hið prýðilegasta hús í alla
staði. Er kirkjuhús það fagur vottur um fórnarlund
og hugarþel Súgfirðinga til kirkju og kristnihalds í
landinu. Söfnuðurinn á nú kirkjuna skuldlausa.
Viðgerð hefir farið fram á nokkrum kirkjum.
Steyptur turn á Eyrakirkju í Patreksfirði. í Haga á
Barðaströnd hefir kirkjan öll verið máluð að nýju.
Geta má þess, að Gísli hreppstjóri Ásgeirsson á
Álftamýri hefirafhent söfnuði Álftamýrarsóknar kirkju
safnaðarins með sjóðum, að gjöf.
Nýir grafreitir hafa verið gerðir í Bolungavík og
Patreksfirði á síðustu árum.
Prestshústaðir hafa verið reistir á þessu ári á Vest-
fjörðum, einn í Bolungavík, og annar er þegar nær
fullgerður á Núpi í Dýrafirði.
Hjón í Reykjavík, áður búsett á Patreksfirði, hafa
gefið Eyrarkirkju vandað altarisklæði til minningar
um dætur sínar tvær, er voru jarðsungnar frá Eyrar-
kirkju.
Kvenfélagið »Sif« á Patreksfirði hefir látið gera
vandaðan steinsteypugarð um gamla kirkjugarðinn og
kirkjuna og gefið söfnuðinum. Hyggst félagið síðar að
gróðursetja blóm og tré kringum kirkjuna.
Guðlaugur G. Guðmundsson og frú í Stóra-Laug-
ardal gáfu Laugardalskirkju á fyrra ári fallega gert
altarisklæði. __________ E. S.
Bókasafn Sandaprestakalls telur nú um 140 rit. í
því eru nær öll íslensk guðfræðirit, húslestrabækur
og mörg önnur íslenzk rit um andleg og guðrækileg
efni. Nýjustu íslenzkar fræðibækur og ýms erlend
guðfræðirit eru í safninu.