Lindin - 01.01.1938, Side 117
L I N D I N
115
Fœðingarreilir. í Ungverjalandi hefír það lengi
verið alsiða, að planlað væri tré fyrir hverl barn,
sem fæðist. Eru þar til heilir skógar og trjáreitir
undurfagrir, sem þannig eru tilkomnir. Væxú ekki
ástæða til þess í okkar skóglausa landi að koma upp
slíkum reitum helzt í hverri sókn landsins. Valinn
væri fegursti og skjólríkasti bletturinn í sveitinni,
girtur og vígður sem fæðingarreitur, hliðstæður nú-
verandi dánarreitum. S. Z. G.
Tveir prestar af Vestfjörðum, þeir séra Sigurgeir Sig-
urðsson og séra Einar Sturlaugsson, fóru utan á sl. ári.
Séra Sigurgeir dvaldi aðallega í Englandi (Lundúnum,
Oxford og Cambridge) og síðan um skeið í Dan-
mörku og Svíþjóð. Séra Einar dvaldi einnig í Eng-
landi, bæði í Lundúnum, Oxford og Cambridge, og
ennfremur í Þýzkálandi (Berlfn og Hamborg). Hafa
þeir báðir flutt erindi um utanför sína og hið kirkju-
lega og kristilega starl', er þeir kynntust í ferð sinni.
— Séra Eiríkur Eiríksson á Núpi dvaldi og árlangt
erlendis, aðallega í Sviss, við guðfræðilegt nám, áður
en hann lók prestsþjónustu, sem aðstoðarprestur séra
Sigtryggs prófasts á Núpi.
Séra Þorsteinn Krisljánsson í Sauðlauksdal gaf út
barnalærdómskver á síðasta ári. Nú í haust eru
biblíusögur að koma út eftir sama höfund. Biblíusög-
urnar höfum vér enn eigi séð. Munu rétt ókomnar
út. En barnalærdómskver séra Þorsteins heíir hlotið
lof þeirra, sem notað hafa. Enda er hann mjög vel til
þess fallinn fyrir margra hluta sakir, að semja slíkar
bækur. ■_____
Prófessor Ásmundur Guðmundsson varð 50 ára
hinn 6. okt. s. 1. Hann er þjóðkunnur maður fyrir
störf sín í þágu kirkju- og kennslu-mála, enda ann
hann kirkjunni og kristindóminum af heilum hug
8*