Lindin - 01.01.1938, Page 118
11(5
L I N D I N
og telur aldrei eftir þann tíma, er hann ver í þarfir
andlegu málanna.
Á síðastliðnu sumri kom út eftir hann allmikið guð-
fræðirit, sem ber vott um mikla fræðimannshæfileika og
mikinn lærdóm höfundarins. »Lindin« óskar prófessor
Ásmundi allra heilla og blessunar í framtíðarstarfi
hans. __________
K. F. U. M og K. á ísafirði starfa af áhuga. Ungu
mennirnir eru nú um 120 og ungu stúlkurnar yfir 80.
Fundir hálfsmánaðarlega í hvoru félagi. Húsnæðis-
skortur er tilfinnanlegur, en hæði félögin keppa að
því marki að eignast sitt eigið hús.
Skátareglan á ísafirði starfar ávalt og eflist. Nýtur
hún trausts og álits allra góðra manna. Skátaguðs-
þjónustur eru á hverju ári fluttar í Ísaíjarðarkirkju,
og styðja skátar hér, eins og alstaðar, kirkjulegt starf.
Skátareglan á ísafirði er með sérstaklega fallegum
blæ og hefir vakið athygli út á við. Leiðtogi meðal
skáta er Gunnar Andrew, en meðal kvenskáta ungfrú
María Gunnarsdóttir. __________
Góðtemplarareglan á ísafirði og víða hér á Vest-
fjörðum vinnur mikið og gott verk. Ungt fólk hefir
allmargt bæzt í hópinn á þessu ári og gefur það góðar
vonir um framtíðarstarfið.
Á ísafirði og í Hnífsdal er safnað til nýrra kirkna.
Á ísafirði verður kirkjuhyggingar-sjóðurinn um næstu
áramót nálægt kr. 30 000.00, og ekki mun líða á löngu,
þar til farið verður að byggja Hnífsdalskirkju.
í Súðavík þarf að reisa kirkju. Ekki er »Lindinni«
kunnugt um, hvort fjársöfnun er hafin þar í því
skyni að koma upp kirkju.
Söngstarfsemi er að færast í aukana víða á Vest-
fjörðum. Á þessu ári hefir Sigurður Birkis, hinn frá-