Saga - 1969, Blaðsíða 39
UPPHAF ISL. VERKALÝÐSHREYFINGAR 35
Fyrirlestur Gests Pálssonar, „Lífið í Reykjavík“, sem
hann flutti 10. nóvember 1888, er mjög merk samtíma-
heimild um líf og kjör bæjarbúa á níunda tug aldarinnar.
Raunsæisskáldið skiptir bæjarbúum í fimm stranglega að-
greinda mannflokka, „þeir eru: embættismenn, kaupmenn,
námsmenn, iðnaðarmenn og sjómenn".22 Síðan fer hann
nokkrum orðum um hvern þeirra, og er umsögn hans um
iðnaðarmannaflokkinn athyglisverð.
„Iðnaðarmannaflokkurinn hér er eflaust sú rólegasta iðnaðar-
mannastétt, sem til er í nokkrum höfuðstað undir sólinni. Erlend-
is eru þessir iðnaðarmenn alt af að hugsa um stjórnarbyltingar og
alt af að gera samtök og „skrúfur". Svo er forsjóninni fyrir að
þakka, að hér er enginn byltingarhugur í mönnum. Iðnaðarmenn
hér forðast öll samtök til að bæta hag sinn, eins og heitan eldinn.
Þó leitað væri um viða veröld með logandi blysi, þá mundi ekki
nokkurs staðar finnast stétt, sem er eins fjarri því í öllu að vera
samtaka eins og iðnaðarmennirnir í Reykjavík. Hver reynir af
fremsta megni að skara eld að sinni köku og um leið •— frá ná-
ungans köku. Hver baukar sér og hver sveltur sér, ef til kemur.
I einu geta þeir þó orðið samtaka, óafvitandi, og það er að reyna
til að toga skóinn niður af einhverjum stéttarbróður, sem þeim
þykir vegna betur en sjálfum þeim, og niða hann — i laumi nátt-
úrlega . . . . En langflestir iðnaðarmenn eiga bágt, og sumir enda
framúrskarandi bágt, enda er það ekki að undra, þar sem hér
hefir verið hið mesta atvinnuleysi fyrir iðnaðarmenn í mörg ár,
og þeim hefir þó alt af verið að fjölga. Og þó er eins og engum
detti i hug, að eina ráðið er að taka höndum saman og reyna til
að bjarga sér með félagsskap".23
Lýsingin ber því vitni, að fyrirlesarinn hefur dvalizt er-
lendis og kynnzt nýjum stefnum og hreyfingum, er þar
höfðu komið fram í bókmenntum og þjóðfélagsmálum.
Adeila hans á bæjarbraginn og eintrjáningsskapinn er
hörð. Hann dregur skýrt fram stéttamuninn og gagnrýnir
hiunastéttirnar harðlega fyrir samtakaleysi. Og það er ekki
eingöngu í fyririestrinum, sem hann tekur til meðferðar
ástandið hjá iðnaðarmönnum. 1 smásögunni Tilhugalífi lýs-
U’ hann átakanlegum örlögum trésmíðasveinsins Sveins
Árnasonar. Hann dregur upp skýra mynd af öryggisleys-
lnu, hungrinu og atvinnuleysinu, sem hrjáir iðnaðarmenn-