Saga - 1969, Blaðsíða 78
74
ÓLAFUR EINARSSON
unum. í lagabókinni segir orðrétt: „Ofanrituð lög voru
samþykkt á fyrsta fundi verkamannafélagsins 19. apríl
1897“.112 Nú er hugsanlegt, að hér sé ekki um stofnfund
að ræða, heldur fyrsta bókaða eða formlega fundinn. Ekki
er ólíklegt, að nokkur aðdragandi hafi verið að félags-
stofnuninni. 14. gr. laganna um verzlunarskuldir félags-
manna ber vitni um viðleitni þeirra til að geta pantáð
sjálfir vörur, þar sem ódýrast var að verzla, þ. e. hjá
Pöntunarfélaginu. Það er því líklegt, að verkamenn hafi
verið byrjaðir á slíkum viðskiptum með leynd113 og það
sé það starf, sem ruglar minni stofnendanna. En Einar
Olgeirsson, sonur fyrsta ritara félagsins, minnist frásagn-
ar Olgeirs um málfundafélag, sem átti að hafa verið und-
anfari félagsstofnunarinnar. Það hét TJndiralda. Staðfest-
ing á tilvist þess er fréttapistill frá Akureyri í Bjarka.
Þar er sagt frá fyrirlestrum um veturinn, m. a. frá erindi
Jóhannesar, síðan segir: „Fundarhöld eru hér tíð nú um
tíma, einkum á sunnudögum. Nokkrir ungir menn hafa
myndað með sér nýtt félag, sem þeir kalla Undiröldu, þykir
þáð ískyggilegt nafn og eigi að vita, hvað af kann að hljót-
ast... Öll þessi félög halda fundi fyrir luktum dyrum, og
veit enginn, hvað þar gerist, nema félagsmenn".111 Margt
bendir til þess, að hin tíðu fundahöld á útmánuðum 1897
hafi leitt til stofnunar Verkamannafélagsins og að mál-
fundafélagið Undiralda hafi verið e. k. undanfari þess.
Nafnið og þessi frásögn um það gefur til kynna, hvers
eðlis það var. Blaðið Stefnir ritar um Jóhannes vegna
ádeilu hans á blaðið, sem birzt hafði í Bjarka. Þar segir:
„En þeir, sem kynnu að kannast við mann, sem stundum
er á ferð á Akureyri méð ýms blöð til afhendingar og sölu,
og þekktu, að þetta væri einmitt prófessórinn með mörgu
sneplana, þá kynni þeim sömu að detta í hug, að þessi kenn-
ing hans væri eitthvað í ætt við atvinnuróg og hann muni
langa til að verða einvaldur sneplahöfðingi".11 r* Þessi
grein gefur nokkra hugmynd um athafnasemi Jóhannesar
um þessar mundir.