Saga - 1969, Blaðsíða 60
56
ÓLAFUR EINARSSON
í íslandi er eina samtímaheimildin um stofnun deildarinn-
ar, og- er ekkert annað vitað um starf hennar fyrir alda-
mót. Þó er hugsanlegt, að deildin hafi verið stofnuð árið
1896, eins og Pétur G. Guðmundsson taldi, en fréttin í
íslandi sé birt af því að deildin hafi verið endui’reist árið
1898, þar eð erfitt var að halda uppi samfelldu starfi í
félögum þessarar tegundar. Deildir úr Bárunni voru eftir
aldamótin stofnaðar á ýmsum stöðum, Akranesi í desem-
ber 1902, Eyrarbakka í desember 1903, Stokkseyri skömmu
síðar, Keflavík í desember 1904, önnur deild í Reykjavík
árið 1905 og í Garðinum sama ár.63 Þessar deildir mynd-
uðu með sér yfirstjórn, stórráð, sbr. skipulag góðtemplara-
reglunnar. Sigurður Eiríksson regluboði samdi við Ottó
N. Þorláksson um það að aðstoða sig við að stofna sjó-
mannastúku í Reykjavík. Og gerði hann það, gegn því að
Sigurður sjálfur stuðlaði að stofnun sjómannadeilda í ver-
stöðum, er hann heimsækti á ferðum sínum á vegum góð-
templarareglunnar. Stofnun deildanna eftir 1904 má rekja
til þessa samkomulags og er skemmtilegt dæmi um áhrif
góðtemplara á stofnun stéttarfélaga hérlendis. Stofnun
Dagsbrúnar 1906, breyttir útgerðarhættir (þ. e. togaraút-
gerðin) og missir Báruhússins o. fl. urðu þess valdandi, að
úr starfi og áhrifum Bárufélaganna dró, og mun síðasta
lífsmark með Reykjavíkurdeildunum hafa verið haustið
1909 eða 1910, en tvær deildanna, á Eyrarbakka og Stokks-
eyri, breyttust í verkalýðs- og sjómannafélög, sem starfa
enn í dag.
Sjómannastéttin í Reykjavík var orðin nægilega fjöl-
menn um 1890 til að stofna stéttarfélag en erfið starfs-
skilyrði og lítill félagsþroski sjómanna drógu úr samtaka-
viðleitni. Það þurfti „árás“ af vinnuveitenda hálfu til að
knýja sjómenn til að standa sameinaðir í félagi til að
standa vörð um kjör sín. Ekki hvað sízt þörfnuðust þeir
samtaka, er afli minnkaði og fiskverð féll, því að atvinnu-
öryggi þeirra var mest ógnað í slæmu árferði. Haustið
1894 var ástandið því orðið þannig hjá hásetum, að brýn