Saga - 1969, Blaðsíða 98
94
ÓLAFUR EINARSSON
Sjö rituðu greinar í prentuð blöð og hafa þá einnig fylgzt
vel með frásögnum af atburðum líðandi stundar. Því er
líklegt, að þeir, einkum Bárufélagarnir, hafi haft kynni
af verkalýðshreyfingu erlendis af blaðafregnum.
Af þessu er auðsætt, að þeir, sem stofnuðu stéttarfélög
hér á landi á þessu tímabili, hafa haft kynni af verkalýðs-
hreyfingu austan hafs og vestan, bein eða óbein. Prentar-
arnir einkum frá Danmörku, verkamenn bæði úr austri
og vestri, en sjómennirnir hafa byggt fyrst og fremst á inn-
lendum kynnum.
Samtök manna í þessum atvinnugreinum þróuðust í átt.
til félagsskapar, og voru félögunum sett lög. Flest þeirra
hafa varðveitzt, en nokkur vafi leikur á, hvort lög Prent-
arafélagsins gamla og Bárunnar séu frumgerðir laganna.
eða ekki. Lög verkamannafélaganna og HÍP hafa varð-
veitzt í frumgerð. Af lögum þessum má sjá ýmis sameigin-
leg einkenni og gera sér grein fyrir eðli samtakanna. En
mjög erfitt er að finna beinar fyrirmyndir. Líklegt er,
að forystumennirnir hafi sótt fyrirmyndir til laga helztu
félagasamtaka, er þá störfuðu í landinu, t. d. Þjóðvina-
félagsins, góðtemplarareglunnar14 2 og pöntunarfélaganna..
Hið síðast nefnda, má ætla, áð hafi verið fyrirmynd Ak-
ureyrarfélagsins, eins og ákvæði um varasjóð bendir til.
Vera kann, að HÍP hafi haft erlendar fyrirmyndir. Annars
eru lögin yfirleitt mjög ítarleg og einkum skýr ákvæði
um hlutverk starfsmanna, meðferð fjármála og endur-
skoðun reikninga. Gerðar eru strangar kröfur til félags-
manna um að mæta á fundum og lögskyldir fundir tíðir.
Stjórnir félaganna voru skipaðir þrem til sex starfsmönn-
um, en vald þeirra var yfirleitt mjög takmarkað, og þurfti
samþykki félagsfunda fyrir flestum aðgerðum, og reynd-
ist skipulag félaganna oftast fremur þungt í vöfum.
Ákvæði laga um markmið félaganna eru skýr, þ. e. að þeim
beri áð vernda eða tryggja réttindi félagsmanna og auka
samheldni þeirra innbyrðis. Orðalagið var annars mjög