Saga - 1969, Blaðsíða 214
210
ÖGMUNDUR HELGASON
ÞJÓÐSÖGUR OG MUNNMÆLl
1598.
Árið 1598 er skráður eftirfarandi atburður í Islenzkum
Annálabrotum eftir Gísla Oddsson síðar biskup í Skál-
holti35 . . . „Á sama ári bar svo við 27. dag nóvembermán.,
að stúlku nokkurri í Hvammi í Langadal í Hlíðarsókn
var svefns varnað lengi nætur; gekk hún þá út og sá
bergbúa nokkurn eða undirheimabúa, sem ávarpaði hana
vinsamlega og bað hana að hjálpa konu sinni, sem lægi
á gólfi. Hún synjaði þess, leitaði aftur rekkju sinnar og
ætlaði að sofna, en af því að henni gat ekki komið dúr á
auga, gekk hún út öðru sinni. Bað maðurinn hana þá í
annað sinn og lagði fast að lienni áð koma með sér og inna
af hendi ljósmóðurstarf; lét hún þá að orðum hans, og
fylgdi hann henni langar leiðir í dal þann, er Víðidalur
heitir. Gengu þau þar inn í opið hús; lá þar kona á gólfi
og bað hún aðkomustúlkuna að hjálpa sér. Hún færðist
fyrst undan því með hægð, en lét það síðan eftir henni
og veitti henni ljósmóðurþjónustu. Að því búnu var búið
borð og settur fram matur og drykkur. En þegar gest-
urinn liafði tekið bita af einu eða öðru, klígjaði hana, eins
og henni ætlaði að verða illt, en hún gerði þá krossmark
fyrir sér og varðist með því flökurleikanum og sýndi svo a
sér fararsnið. Þegar hún var að fara, batt sængurkona
klútbleðil um háls henni og bannaði henni harðlega að
skoða hann eða gefa hann öðrum, og ef hún efndi það,
mundi hún árlega fá einhverja þá ósk uppfyllta, sem
hún vildi helzt. Þegar hún hafði kvatt, fylgdi henni aftui'
sami maður, sem hafði fylgt henni þangað, þar til er eftn'
var tæpur þriðjungur leiðar heim til hennar. Þegar hun
var ein orðin, gat hún ekki á sér setið, heldur fór að
rekja klútinn úr fellingunum og hyggja í hann, þanga°
til hún fann gullhring, að hún hélt; fór hún að handleika
hann, en þá var rétt eins og liann væri aftur ln'ifsaðiU
af henni, og hafði hún ekki meira af honum. Loksius