Saga - 1969, Blaðsíða 159
UNDANÞÁGUR FRÁ BANNI
155
eins samþykkt hjúskap Páls og Sólveigar og Orms og
Ingibjargar sem Þorleifs og Ingveldar, ef öll leyfi sömu
aðilja hefðu verið fyrir hendi.
Eftir mikla og langa baráttu urðu lyktirnar þser um
böm Þorleifs og Ingveldar, að Kristján konungur II. skar
úr því með bréfi dagsettu 20. júní 1521, áð þau skyldu telj-
ast skilgetin og arfbær í fyrstu erfð.1 Börnin, sem upp kom-
ust, voru þessi: Björn b. á Reykhólum, Jarþrúður k. Guð-
mundar b. á Felli í Kollafirði Andréssonar, Helga k. Eyj-
ólfs mókolls í Haga á Barðaströnd Gíslasonar, Guðný k.
Gríms lögmanns á Ökrum í Blönduhlíð Jónssonar og
Kristín k. Eiríks b. á Álftanesi á Mýrum Halldórssonar.
Væntanlega hafa börn Páls og Sólveigar og Orms og
Ingibjargar aldrei öðlazt erfðarétt sem skilgetin börn. Páll
og Sólveig áttu 2 syni, Jón og Þorleif, en Jón dó ungur eftir
lát móður sinnar, en fyrir lát föður síns. Þorleifur varð
auðugur maður, þótt hann yrði ekki lögerfingi móður sinn-
ar. Hann bjó á Skarði á Skarðsströnd og var lögmaður n.
og v. í nokkur ár. Engar sögur fara af deilum um erfða-
í’étt eftir Orm Jónsson og Ingibjörgu Eiríksdóttur, en
væntanlega hefur hið eina barn þeirra, sem upp komst, að
því er virðist, Kristín kona Erlings sýslumanns frá Haga
Gíslasonar, ekki verið talin skilgetin.
16. febrúar 1523 gengur á Reykjum á Skeiðum dómur
útnefndur af Ögmundi biskupi Pálssyni um ákæru hans til
P.iarna Narfasonar, að hann hafi legið eigingifta konu
í fjórmennings- og frændsemisspjöllum, Sigríði Björns-
dóttur. Bjarni hafði lýst yfir því við biskupinn, að hann
hefði keypt Sigríði með handsölum, samvitandi föður henn-
ar og móður, fyrri en Finnur Arnórsson gerði giftumál
sín við Sigríði. Bjarni var dæmdur í sektir og að taka
lausn og skriftir fyrir hórdóm og frændsemisspjöll og að
„hann hefði undirbúið með handsölum leynilegt hjóna-
band, viljandi vefengja með þessu löglegan hjúskap , og
1 D. I. VIII, 814-815.