Saga - 1969, Blaðsíða 153
UNDANÞÁGUR FRÁ BANNI
149
má ráða af því, að af skjali dagsettu 10. júní 14761 mætti
ætla, að Sveinn biskup Pétursson væri þá látinn, en Magn-
ús biskup er í yfirreið um Sunnlendingafjórðung 1477.2
Hann hefur hvorki viljað taka til greina leyfi það frá
legáta páfa, sem nefnt er í bréfi konungs, né heimild kon-
ungs í bréfinu, og er ástæðan án efa sú, að afleiðingarnar
af skilgetningaröðlun barna þeirra og annarra, sem slíka
undanþágu fengi, gátu verið ófyrirsjáanlegar, og raunin
varð einnig sú, að undanþágan, þegar hún loksins fékkst,
varð orsök til hatrammra deilna í marga áratugi. Þó
kemur að því ári síðar, að Magnús biskup lætur undan.
I sáttargerð, sem Diðrik Pining hirðstjóri gerir með
Þorleifi Björnssyni og biskupi 11. ágúst 1478 á Ingjalds-
bóli, segir m. a.: „Skyldi og títtnefndur Þorleifur það til í
þessi þeirra sátt, að frá því að áður skrifaður biskup
Magnús þóttist ekki þar makt til hafa að gefa orlof til þess,
að greindur Þorleifur mætti sitt hjónalag gjöra með fyrr
skrifaðri Ingveldi Helgadóttur. En hann, biskupinn, vildi
þó ekki halda það bréf mektugt, sem Þorleifur hafði áður
fengið um orlofið, þar um: þá skyldi biskup Magnús öngva
hindran gera í þeirra hjúskapar bandi, ef Þorleifur fengi
nf erkibiskupinum orlof þar til . . . .“3
Þorleifur hefur ekki beðið boðanna, en sent á erkibisk-
uPs fund strax eftir sáttargerðina. Gauti erkibiskup gefur
síðan út bréf í Bergen 26. september 1478, heimilar hjú-
skapinn og byður biskupi að leyfa hann.4
Þorleifur festi Ingveldi sér til eiginkonu 16. ágúst 1480
1 Viðey, og var Magnús biskup þar viðstaddur meðal ann-
ni'ra, eftir því sem vitnisburður tveggja manna, gefinn á
Álftanesi á Mýrum 26. maí 1494, segir.5
1 D. I. x, 38—40.
2 D- I. VI, 122—123.
3 Ð- I. VI, 150—151. Eftirritið er ekki stafrétt tekið.
4 D. I. VI, 162—163.
5 D. I. VI, 291.