Saga - 1969, Blaðsíða 218
214
ÖGMUNDUR HELGASON
þessum slóðum sem optar í kindaleit. Þá fann hann rýt-
ing vestan í bakkanum hjá Helgastöðum, og bað mann,
sem með honum var, að geyma rýtinginn, unz heim kæmi.
En manninum tókst illa geymslan, því hann týndi honum
litlu seinna. Og því miður er vonlítið um, að rýtingur sá
finnist aptur; hann hefur týnzt á eyrunum, þar sem áin
fellur um. f annað skipti fann Erlendur bronsehnapp á
sömu slóðum og rýtinginn. Sáu ýmsir hnappinn, og mun
Erlendur hafa haft hann með sér til Ameríku, að því er
Danival Kristjánsson, fyrrverandi bóndi á Vatnsskarði,
telur, sem mér hefur sagt frá þessu. Má vel vera, að fleiri
hafi fundið eitthvað fémætt í kirkjugarðinum á Helga-
stöðum, þótt ekki hafi ég spurnir af því. En fylgja má
það með þessum sögnum, að síðastliðið vor, 24. maí 1924,
fann ég þar sjálfur beinbrot lítið, 5 eða 6 sentimetra djúpt
í melbrúninni, efst á horninu vestanverðu, einmitt þar sem
kirkjugarðurinn á að hafa verið. Þetta var af leggjarbeini,
og auðsjáanlega afargamalt. Mætti vafalaust finna eitthvað
til fróðleiksauka, ef grafið væri rækilega í garðinum þeim“-
Síðar, þegar Margeir ræðir frekar um Helgastaðasókn,
telur hann upp alla bæi, er hann hyggur koma til greina
í sókninni, þ. e. bæina á Víðidal, Hryggjadal og Skála-
hnjúksdal, sem er næst fyrir norðan Víðidal. Grafreitur-
inn á Helgastöðum og kistuleifar hans hljóta að vera úr
kristnum sið.
Nú skal rakin sú vitneskja, sem ég hef sjálfur safnað
til viðbótar um Hryggjadal og Víðidal. Af heimildarmönn-
um nefni ég fyrstan Jón Gíslason á Sauðárkróki, sem ei'
alinn upp í Sæmundarhlíð og verið hefur við grenjavinnslu
á svæðinu í yfir 50 ár. Hann kannast við þau bæjarnöfn,
sem Margeir nefnir, segir Helgastaði nú oft vera kallaða
Helgustaði og nefnir tvenna Kerlingarstaði, Ytri- og Sy'ðri-
Kerlingarstaði eða Kerlingarstaði og Ytri-Keriingarstaði.
sem virðist hafa verið ómerkilegra býli, og er þáð aldrei
kallað Kerlingarstaðir eingöngu, en hitt alltaf, nema nm