Saga - 1969, Blaðsíða 219
BÆJANÖFN Á HRYGGJADAL
215
aðgreiningu þeirra tveggja sé að ræða. Þá hefur hann
einnig heyrt um býli við Husagil austan ár, en kann ekki
nafn á því. Jón hefur aðeins heyrt Núps getið hjá Margeiri.
Helgi Magnússon bóndi í Tungu, aðfluttur vestan úr
Laxárdal, hefur lagt sig mjög eftir örnefnum, og segir
hann allt hið sama og Jón, að því viðbættu, að býlið við
Húsagil hafi heitið Háreksstaðir eða Háleggsstaðir (4).
Hann nefnir einnig Atlastaði (11) á Víðidal norðan llla-
gils.
Stefán Magnússon bókbindari á Sauðárkróki, sem lengi
var á Reynistað, þekkir nöfnin á Víðidal og svæðinu niður
um Hryggi nema Atlastaði. Hann minnist eins býlis í við-
hót, sem hefur heitið Stöðull (7), norðast í Stakkfellinu
á hátungunni gegnt Hryggjum, þar sem Margeir minnist
á nafnlaust kot.
Ég ræddi við fleiri fróðleiksmenn en hér eru nefndir,
svo sem Jón Sigurðsson á Reynistað og Hjört Benedikts-
son frá Marbæli. Höfðu þeir ekkert frekar til málanna
að leggja; könnuðust við örnefnin á Víðidal nema Atla-
staði, en voru ókunnugri á Hryggjadalnum.
Að lokum nefni ég þá Rósberg Snædal43 frá Vesturá á
Laxárdal fremri og Pál Gunnarsson frá Þverárdal. Þeir
Segjast báðir hafa heyrt á sínum heimaslóðum, að bæir
hafi verið framarlega á Víðidal, þ. e. framan við Litla-
Vatnsskar'ð, ónafngreindir.
Þegar litið er á bæjanöfnin, sem hér eru talin í heim-
ildum frá 20. öld, sést, að þau eru töluvert fleiri en finnast
i eldri heimildum, en aðeins Hrólfsvalla er vant, sem fyrr
er getið og með vissu má ætla, að verið hafi á svæðinu.
Samkvæmt bréfi Björns Jónssonar á Skarðsá 1654, sem
vitnað er til hér að framan, er sá bær milli Kerlingarstaða
°g Stöpuls, og er á því bili ekki um að ræða annan stað
en þann, sem nú er kenndur við Ytri-Kerlingarstaði, sbr.
lýsingu á vesturhlíð Hryggjaf jalls hér í upphafi. Þykir mér
Ijóst, að sí'ðara nafnið hafi verið tekið upp, eftir að hið