Saga - 1969, Blaðsíða 216
212
ÖGMUNDUR HELGASON
vellir í Víðidal austan til, gegnt Litla-Vatnsskarði, komið
í flag. . . . Helgastaðir, þeim megin, við Helgastaðagil.
Þar er mælt að kirkja verið hafi. Nú er aurmálið nær af-
brotið. . . . Þverá niður undan Þverárbotnum, að vestan-
verðu á Dalnum. Sýnist stór jörð verið hafa. . . . Kerl-
ingarstaðir, fyrir norðan Iiryggi, yzt í prestakallinu. Mælt
er, að flest eyðikota þessara legðist í eyði við Svartadauða
árin 1402 og þar eftir, þó það sé eigi fullvíst, allra sízt
um sum, er þrælager'ði ein sýnast verið hafa.
Sjá umsögn við næstu heimildir.
Munnmæli skráð n 20. öld.
1 upphafi skal getið um bæjanafnaritgerð Finns Jóns-
sonar í Safni til sögu íslands 191538. Þar eru Gvendar-
staðir nefndir Guðmundarstaðir, en ókunnugt er um aðra
heimild að þessum rithætti.
Hið helzta, sem skráð er um Hryggjadal og Víðidal á 20.
öld, er komið frá Margeiri Jónssyni fræðimanni á Ög-
mundarstöðum, en hann birti ritgerð í Blöndu 1924—27,
sem nefnist Víðidalur í Staðarfjöllum39. Þá ritaði hann
stuttu síðar örnefnalýsingar úr Skagafirði10, þar á meðal
af öllu þessu svæði.
Hér verða talin upp öll þau bæjanöfn, sem Margeii'
hefur skráð, hvort sem þau finnast í eldri heimildum eða
ekki, en ljóst er af ritgerð hans, að farið er eftir munn-
mælum, þegar nöfnin eru tekin saman, og síðan kannað
eftir aðstæðum, hvort þau koma fyrir í eldri skrifum-
Ég mun bæta við þeim nöfnum öðrum, sem ég hef munn-
lega eftir heimildarmönnum, og eins geta um, ef þeir hafa
ekki heyrt nöfn þau, sem Margeir skráir fyrstur, annars
staðar en hjá honum. Hliðstæðri aðferð verður einnig beitt
eftir aðstæðum við vitneskju þeirra sjálfra.
Margeir nefnir41 „Stöpull . . . Háagerði (2), ævagamalt
eyðikot. . . Kerlingarstaðir . . . Hryggir . . . GvendarstaðH’
. . . Hrafnagil (9), norðvestan í Stakkfelli, skannnt þar frá
sem Víðidalsá beygir til austurs. Að sögn Jóns yngra Jóns-