Saga - 1969, Blaðsíða 226
222
RITFREGNIR
ágúst 1786. Það er þess vegna á engan hátt rökrétt að hefja útgáfu
að safni til sögu Reykjavíkur frá þeim degi að telja, þótt hann tákni
þar vissulega merk tímamót. Gefur þetta þegar tilefni til að álykta
það, sem nánari athugun leiðir raunar fljótlega í ljós, að ráðizt hefir
verið í þessa útgáfu án nægilegs fræðilegs undirbúnings og þeirrar
vandvirkni, sem verk af þessu tagi krefst.
Svo fyrst sé vikið að efnisyfirliti bókarinnar, þá verður það að telj-
ast heldur gagnslítið, það er aðeins í belg og biðu eftir blaðsíðutali i
stað þess að vera skipað niður í efnisflokka, eins og er t. d. gert í Lov-
samling for Island. Að vísu bætir þó nafnaskráin aftast í bókinni veru-
iega úr skák.
Bókin er prýdd mörgum, gagnmerkum myndum, en prentun flestra
þeirra hefir því miður tekizt afleitlega. Sérstök skrá er yfir myndirnar,
næst á eftir efnisyfirlitinu, og væri raunar ástæðulaust að geta henn-
ar, ef ekki kæmi annað til. Auk hennar eru nefnilega sérstakar mynd-
skýringar í innganginum og þar talað um fyrstu, aðra og þriðju
myndsíðu o. s. frv, án þess þó að þær síður séu nokkuð tölumerktar
sjálfar. Það eru myndirnar aftur á móti, og hefði því verið eðlilegra
að haga skýringunum í samræmi við það, en sú aðferð, sem hér er
höfð, gerir það oft býsna tafsamt að sjá, hvaða skýring á við hverja
mynd.
Varðandi skýringar við einstakar myndir skal hér aðeins drepið á
4., 17. og 18. mynd. Hin fyrstnefnda, sem er í inngangi (bls. XXI) sögð
vera á þriðju myndsíðu, er ótímasettur uppdráttur af Reykjavík og
talinn i skýringunum vera frá því um 1768. Nokkrar líkur benda á hinn
bóginn til þess, að hann sé gerður sumarið 1779, eftir að fyrsta pakk-
hús konungsverzlunarinnar hafði verið reist í Reykjavík í stað þess
að vera sett niður í örfirisey. Hér var um að ræða nýtt pakkhús, sem
sent var frá Kaupmannahöfn þetta vor, og hafði Hans Christensen
kaupmaður óskað að mega reisa það i Reykjavík. Verzlunarstjórnin
var hins vegar á báðum áttum, en fól kaupmanni að lokum að haga
þessu eftir þvi, sem honum virtist heppilegast að höfðu samráði við
skipstjórana, einkum Peter Jensen ManoR Mjög eðlilegt var, að kaup-
maðurinn gerði eða léti gera uppdrátt af umhverfi hins nýja pakk-
húss til að senda verzlunarstjórninni, og mun hér vera komið það
nýja pakkhús, sem getið er á uppdrættinum og merkt bókstafnum
C. Flutningur húsanna úr örfirisey fór hins vegar ekki fram fyrr en
árið 1780, að því er Skúli Magnússon segir, en frásögn hans ætti að
mega treysta.2
Þá eru það 17. og 18. mynd, sem kallaðar eru áttunda myndsíða 1
inngangsskýringu, en þetta eru Reykjavíkuruppdrættir Sæmundar
Hólms. Vegna óvissunnar um aldur þessara uppdrátta skal bent á
heimild, sem virðist varpa nokkru ljósi á það atriði. Carl Pontoppidan,
sem var kaupmaður konungsverzlunarinnar í Hafnarfirði á árunum
1777—1781, er hann var gerður framkvæmdarstjóri Islands- og Finn-
merkurverzlunar í Kaupmannahöfn, lagði mikla stund á að safna
alls konar fróðleik um Island, eins og sést af riti hans, Samlinger
til Handels Magazin for Island. Hann átti m. a. í fórum sínum npP'