Saga - 1969, Blaðsíða 72
68
ÓLAFUR EINARSSON
svör við þessu ósamrærai. Sigurður Nordal lætur þessu
ósvarað. Hann segir aðeins, að hlutdeild Þorsteins í félags-
stofnuninni hafi „ekki enn þá verið skýrð né metin að
verðleikum“." Bjarni Benediktsson neitar því aftur á
móti í bók sinni,100 að Þorsteinn hafi átt hlutdeild í stofn-
un þess. Hann telur villuna í frásögn Jóhannesar „nokkurn
veginn gilda sönnun“ þess, að Þorsteinn hafi ekki komið
þar nærri, því að þá hlyti Jóhannes að muna þátttöku hans,
„því fremur sem honum er hlýtt til Þorsteins“ . . . En
Bjarni tilgreinir einnig frásögn eins stofnanda, Einars J.
Long, sem hafi sagt sér (þ. e. B. B.), „að Þorsteinn hafi
ekki viljað ganga fram fyrir skjöldu við stofnun þess, en
það hafi verið honum afar kært“.100 Um þessa frásögn
ræðir Bjarni ekki frekar, þótt hún auk tímaskekkj unnar
renni stoðum undir hugsanleg afskipti Þorsteins. Þorsteinn
Thorarensen telur í bók sinni, „að enginn vafi leiki á því,
að Þorsteinn hafi staðið hér á bak við“.101 Rökstyður
hann þáð með því, að sósíalismi Þorsteins hafi bent verka-
mönnum á 1. maí sem stofndag og sé það ótvírætt vitni um
tengsl Þorsteins við stofnendur. Auk þess telur hann úti-
lokað, að Þorsteinn hafi getað verið í félaginu, þar eð hann
vann ekki erfiðisvinnu. Heldur er röksemdafærsla Þor-
steins léttvæg. Hrein tilviljun gat ráðið stofndeginum, enda
telur Jóhannes það tilviljun,102 og auk þess voru liðin
aðeins sjö ár frá því, að 1. maí var gerður að alþjóða-
baráttudegi verkalýðsins. En 1. maí bar þetta ár á laug-
ardag, sem er auk þess fyrstu mánaðamót í sumri, og því
var éðlilegast að binda gildistöku sumartaxtans við þann
dag og tilkynna það viðkomandi aðilum. Lagaákvæði fé-
lagsins um inntöku nýrra félaga hindraði ekki, að aðrir
en daglaunamenn gætu gengið í það, og á þessum tíma var
algengt, að menntamenn væru í verkalýðsfélögum (sbr.
t. d. í félaginu í Winnipeg og í Verkamannafélaginu Fram
á Seyðisfirði skömmu eftir aldamót). Þó er fremur ólík-
legt, að Þorsteinn hafi verið í félaginu, þar eð aðstaða
hans var erfið. Skóðanir þessara tveggja höfunda eru al-