Saga - 1969, Blaðsíða 139
Stofnun margþœttra söguvísinda í Árnagaröi?
I greininni að framan birtir einn af söguprófessorum há-
skólans þau ummæli sín, frá því á vísindafélagshátíð í
Reykjavík 1968, að með tilkomu húsnæðis í Árnagarði
(1970) sé einsætt, að þar rísi sagnfræðastofnun íslendinga
á legg. Þótt hann setji sér, af auðskildum ástæðum, að
skilgreina þá stofnun með þeim orðum einum, sem auðvelt
væri að hnika til samkomulags við ólíka aðila, felst þar
skilgreining, sem mér finnst Saga eiga að halda á loft.
Að mati hans á könnuður í sögu að vera „þegn allra
landa“ og tala máli allrar siðmenningarinnar. Um tilgang
sögu er þar með nokkuð sagt. Þetta afsannar ekki, að
mannlegt og gagnlegt sé, að úr þeirri stofnun sé horft yfir
hana af íslenzkum sjónarhóli. Enda væri á engra valdi að
grípa yfii’ allt fræðasviðið, og einnig ætti „heitið sagn-
fræði að vera fleirtöluorð", segir Magnús Már.
Island heíur haft „lokað þjóðfélag", án þess að það þurfi
að tákna, að það hefði kosið sér svo mikla einangrun. „Und-
arl'eg er íslenzk þjóð,“ kvað hið víðsýna skáld við Kletta-
fjöll, St. G. St„ og taldi henni til einkenna, að allt, sem
hún fékk af lífsreynslu, — „hugsun sína og hagi í Ijóð /
hefur hún sett og skrifað." — Þetta bendir til, að af ís-
lenzkum sjónarhóli megi aldrei sérhæfa sögukönnun við
þrönga sagnfræði, það yrði bani hennar, heldur beri henni
sem fyrr að vera umgeymandi lífsheildarinnar á hólma
þessum, með opna sjón út fyrir nálæg höf.
Af þessum rökum og mörgum öðrum taldi höfundur,
líkt og grein hans sýnir, að íslenzka stofnun söguvisinda
þurfi að nota „til skipulagningar, leiðbeiningar og upp-
örvunar og annars starfs, sem Háskóla Islands er skylt að
að stuðla að“ vegna samfléttunar hálflokuðu lífsheildar-
innar m. a. í „stjórnmála-, kirkju-, réttar-, tónlistar- og
listasögu." Skipulagningin kæmi, sem sagt, 3 háskóladeild-
um við, eða fleiri, en aðalstofnunin yrði væntanlega óskipt
undir forystu heimspekideildar, sem félli vonandi aldrei
í þá freistingu að ýta frá sér réttar- og kirkjusögulegum