Saga - 1969, Blaðsíða 189
„LAUNUNGARBRÉF'
185
Um horfurnar að öðru leyti álítur Skúli, að Efri deild
sé viss, ef málið kemur frá stjórninni, og' Neðri deild „get-
urðu nú nokkuð útreiknað, því að þú þekkir þingmenn þar
ekki síður en eg“.
Að lokum biður Skúli Thoroddsen um nákvæmari skýrslu
um alla starfsemi Valtýs og lofar þagmælsku, eins og bréf
hans sjálfs sé áð skoða sem „alveg ,privat‘, að eins til íhug-
unar og leiðbeiningar fyrir þig sjálfan".32)
Skúli Thoroddsen var þegar um þessar mundir einn at-
kvæðamesti maður þingsins, ekki hvað sízt í stjórnar-
skrármálinu, og afstaða hans gat riðið baggamuninn um
kina nýju stefnu Valtýs í því máli. Þegar allt kom til alls,
gat Valtýr verið mjög ánægður með svar hans. Skúli, sem
1895 hafði verið einn harðasti andstæðingur „tillögu-
uianna", lýsti sig hlynntan pólitískri hentistefnu eða ,opp-
ortunisma', en sú afstaða kom reyndar einnig fram í at-
hugasemdum hans í Þjóðviljanum, og hann vildi styðja
stefnu Valtýs áð því tilskildu, að hann fengi tryggingu
lyrir því, að stjórnarskrárbreytingin leiddi raunverulega
af sér þá stjórnarbót, sem menn gætu vænzt af henni. Og
þessu skilyrði yrði fullnægt, ef Valtýr eða einhver annar,
Sem Skúli gæti fellt sig við, yrði skipaður ráðherra fyrir
þing og legði sem slíkur fram frumvarp til stjórnarskrár-
'u'eytingar. Þessi skoðun var í ágætu samræmi við fyrir-
ætlanir Valtýs, og hjá Skúla fékk hann þannig sterka
hvatningu til að halda áfram viðleitni sinni. Mjög raunsæ
skoðun lá bak við afstöðu Skúla. Ósennilegt var að vald-
hafar í landinu, fyrst og fremst landshöfðinginn, mundu
láta af hendi valdastöðu sína baráttulaust, þó stefna Val-
lýs væri framkvæmd, og Skúli gerði sér engar tálvonir
að þessu leyti. Jafn glapsýnarlaus var hann um möguleik-
ana á að fá Alþingi til þess að samþykkja stefnu Valtýs:
heir mundu litlir, ef frumvarp kæmi frá þingmanni eða
þingmönnum, en miklir, ef það kæmi frá stjórninni eða
þegar skipuðum sérstökum ráðherra. Valtýr myndi sigra
með stefnu sinni, ef hann gæti sett liana fram á þingi