Saga - 1969, Blaðsíða 148
144
EINAR BJARNASON
fallið eftir Einar bróður sinn, sbr. V. b. fornbréfasafnsins,
bls. 808—809.
I margnefndum úrskurði Sveins biskups er ætt Einars
og Sesselju rakin svo saman: „. ... að Ólafur heitinn Þor-
steinsson, sem var faðir Ilalls bónda föður Þorsteins föð-
ur greindrar Sesselju, og Sólveig Þorsteinsdóttir, móðir
Kristínar Björnsdóttur móðurmóður áðurgreinds Einars
heitins Ormssonar, hefði verið skilgetin systkin sín í mill-
um og þessir áðurgreindir menn hefðu jafnan haldið sig
fyrir náfrændur að margra dándimanna vitorði....“.
Börn Einars, þau sem nefnd hafa verið, erfðu hann ekki,
og þeirra er ekki getið síðar í skjölum svo kunnugt sé.
Niðjatöl nefna þau ekki. Að vísu er Orms Einarssonar
getið í Skriðu í Reykjadal 1489 og á Mýri í Bárðardal
1491 og Þorsteins Einarssonar á Grenjaðarstöðum og Ytri-
Laugum í Reykjadal árið 1489, en hvorugur þeirra þarf að
hafa verið sonur Einars Ormssonar, og ekkert bendir til
þess, að þeir hafi verið þeirrar ættar. Bólusótt mikil gekk
1472, og manndauði var sagður mikill þá.1 Hvort sem hún
eða annað hefur hrifið fyrrnefnd börn burtu, er víst, að
niðjatal, sem er svo gamalt, að það er vel að marka í þessu
efni, nefnir engin fyrrgreind börn Einars, en hins vegar
enn eitt, Einar, sem átti niðja. Niðjatal þetta, sem er til í
eftirriti í handritinu AM 258 fol., bls. 720, og að stofni
til er sennilega frá 16. öld, með því að það rekur svo
skammt niður, segir:
,,.... Annar sonur Orms (þ. e. Loftssonar Guttorms-
sonar)2 var Einar. Hans son Einar. Hans synir Jón og
Benedikt".
Úr skjölum er kunnur Einar Einarsson, sem átti Jón og
Benedikt, meðal annarra, að sonum og vel gæti verið fædd-
ur mjög nálægt 1470. Kunnugt er, að einn sona þess Ein-
ars, Stefán að nafni, átti jörðina Dísastaði í Breiðdal og
1 Skarðsárannáll., Ann. Isl. I, bls. 67.
2 Það, sem er innan sviga, er innskot höfundar þessarar ritgerðar.