Saga - 1969, Blaðsíða 183
„Launungarbréf" 179
það frá þeim, sem hingað til hafa þó ekki staðið svo
framarlega í stjórnarbótarbaráttunni“.24)
Guðjón Guðlaugsson vísaði þannig ekki alveg á bug
raungildi tilboðsins, þó hann væri óánæg'ður með þann
hátt, hvernig það kom fram. Valtýr gat haft rökstudda von
um, að Guðjón mundi styðja hann á Alþingi, þó hann
neitaði að binda atkvæði sitt fyrirfram.
Tryggvi Gunnarsson, landsbankastjóri og 1. þingmaður
Arnesinga, svaraði ekki fyrr en hann hafði fengið ítrek-
un frá Valtý. Upphaflega hafði hann alls ekki hugsað sér
að svara, af því honum fannst aðferðin, sem Valtýr hafði
vali'ð, „mjög óheppileg, og ópraktisk með leyfi að segja“.
Að kalla það „launungarmál“, sem skrifað er 20 þingmönn-
um, „er til að gefa mótstöðumönnum átyllu til að seigja
og álíta, að ,tillögumenn‘ vildu pukra með það mál“. „í
öðru lagi þykir mjer ofdjarft að farið, af einstökum manni
án umboðs, að fara að semja við stjórnina um þetta mál,
þegar svo langt er vikið frá ákvæðum bæ'ði tillögu og
stjórnarskrá ma.nna.“ Hann efast einnig um, að stjórnin
sé svo „hjartveik“, að hún „þori ekki að segja meiningu
sína og gjöra tilboð, þó hún viti, að tilboði hennar verði
eigi vel tekið af meirihluta þingmanna“. Stjórnin „má
þó vita, að þó t. d. 14+7 þingmenn, sem nú sitja á þingi,
gjörðu sig líklega til að láta sjer nægja það, sem þjer seig-
i:ð, að fáanlegt mundi, þá verður það ekki þeir, sem gjöra
ut um máli'ð, heldur þeir þingmenn, sem verða okkar eftir-
^uenn", og hver sú stjórnarskrárbreyting, sem ólíklegt er,
að nái meirihluta kjósenda við nýjar kosningar, hún fell-
Ur á þingi og verður „kák eitt“.
Hvað sjálft skipulagið snertir, verður Tryggvi Gunnars-
s°n samt að viðurkenna, að það sé „skárra en það, sem
er“. en honum finnst, að það gangi ekki nógu langt til að
Von sé, að „stjórnarskrármenn nje tillögumenn láti sjer
það nægja, þegar á þing kemur“.
..Jeg segji sama nú eins og ætíð áður: stjórnarskrá þá,