Saga - 1969, Blaðsíða 175
„LAUNUNGARBRÉF'
171
1895 sem tilraun til að fá eitthvert svar, „einhverja ,Til-
kjendegivelse' “, frá stjórninni, sem gæti orðið „basis“
fyrir „frekari samninga- og samkomulags-tilraunum“.
Hann er því þakklátur Valtý vegna viðleitni hans til að
fá stjórnina til að svara tillögunni, og verði svarið „í til-
slökunaráttina“, þykir honum það vænlegt til samninga.
Allir, sem yfirleitt hugsa nokkuð um stjórnarskrármálið,
séu „opportunistar“. „Revisionspolitíkin í eiginlegum
skilningi er undir lok liðin.“ Við hana hefði átt að hætta
gjörsamlega strax eftir 1886. Hún hafi verið „þunglama-
leg, ópraktisk, inopportun" og ekki haft neitt „alvarlegt
fylgi“ meðal landsmanna. Engu að síður álítur hann „all-
sennilegt“ að hún kunni að verða ofan á aftur á næsta
þingi, ef stjórnin svari ekki tillögunni eða svar hennar
verði „allsendis óaðgengilegt og ófullnægjandi". Það sé
þó nokkuð komið undir því, hvernig hlj óðið verði í almenn-
ingi. Virðist það vera „almennings vilji“ að taka upp aft-
ur „Revisionina“, verður það líklega gert. Allir, sem hafa
tekið eftir „þjóðviljanum“, — „svo að jeg viðhafi þetta
margmisbrúkaða orð“, — vita, að síðan 1887 eða að minnsta
kosti 1889 hefur endurskoðunin ekki haft „fylgi almenn-
ings“. En einmitt svar stj órnarinnar gæti skapað „þjoð-
vilja“ eða að minnsta kosti „beint honum í vissa átt“,
annað hvort í „Revisionsáttina“, ef svarið verði neikvætt,
eða í samningsáttina, ef svarið verði jákvætt. Sjálfum er
honum illa við endurskoðunina, — „líklegast að hún verði
nðeins demonstration, en demonstrationspólitík gjörir
sjaldan gagn“. Réttast væri að leitast við að fá lagfærða
verstu agnúana á stjórnarfari og stjórnarskrá, en um leið
»,gæta þess að draga stjórnarframkvæmdina inn í landið
undun útlendum áhrifum eptir því sem kostur er á“. „Þjer
leggið áherzlu á . . . að við fáum einhverja . . . breytingu
a stjórnarhögum vorum. Jeg legg áherzlu á það, að þessi
breyting verái til bóta.“ Eftir tillögunni frá 1895 getur það
uðeins átt sér stað, ef „hið innlenda stjórnarvald verði
styrkt, tryggt og aukið“. Það er „í framkvæmd stjórnar-