Saga - 1969, Blaðsíða 210
206
ÖGMUNDUR HELGASON
Eina nýja bæjarnafnið, sem hér er nefnt, er Grjót-
hryggur, en mér þykir augljóst, að vegna ókunnugleika sé
það skráð í staðinn fyrir Hryggi, sbr. ívitnun.
Eins og fyrr segir í varnarbréfi Björns á Skarðsá, eru
Hryggir þá orðnir hjáleiga, þótt hann vilji af skiljanleg-
um ástæðum bera brigður á réttmæti þeirrar staðhæfing-
ar bændanna, enda stendur og fellur gagnásökun hans með
því atriði, og hefur sú breyting orðið eftir að jarðabókin
næst á undan var ritúð, þ. e. milli 1639—1654. Árin 1654—
1709 eru Hryggir því aldrei nefndir í jarðabókum, og er
bæjarins aðeins getið í einni heimild, í manntalinu 1703,
eins og sjá má hér að framan. Engin leið er að vita, hvort
jörðin hefur verið lengur eða skemur í byggð á þessu ára-
bili. Hryggir eru í eyði þetta ár 1709, að því er virðist, og
má ætla, að svo hafi verið frá 1707, þegar Stórabóla geis-
aði, en þá er talið, að dáið hafi Vá hluti landsmanna, þar
af á sjöunda hundrað í Skagafirði22.
Það sýnir glöggt, hve erfitt getur verið að átta sig á
hjáleigubyggð hér á landi, að í Jarðabók Árna er greint
frá því, að um 1670 hafi Helgastaðir og Þúfnavellir byggzt
örskamma stund, en svo gæti hugsanlega hafa verið um
fleiri býli, þótt hvergi sé þess getið í heimildum.
Hvað viðkemur sögninni um kirkju í Víðidal vísast
nánar til kaflans um þjóðsögur og munnmæli.
1735. Hryggir.
Árið 173523. Bændatöl og skuldaskrár í Þjóðskjalasafni.
Skagafjörður. „Hrygger.“
1753. Hryggir.
Árið 173524. Jarða og bændatal. í Þjóðskjalasafni.
Skagafjörður. „Rygger klosterjord. Landskyld 60 al.“
1756. Hryggir.
Árið 175625. Skjöl um gjafakornið í Þjóðskjalasafni.
„Hrygger.“