Saga - 1969, Blaðsíða 182
ÖDD DÍDRÍKSfíjN
Í7§
Þórhallur Bjarnarson, prestaskólakennari og þingmaður
Borgfirðinga, sendi fyrst kveðju sem svar með Jóni A.
Hjaltalín skólastjóra og konungkj örnum þingmanni, en
óljóst er, hvort Hjaltalín hefur skilað kveðjunni e'ða látið
sér nægja að inna af hendi sams konar kveðju frá land-
fógetanum.22) Eftir að hafa fengið nýtt bréf frá Valtý
í nóvember sendi Þórhallur skriflegt svar, dagsett 15.
desember. Þar segir, að „fyrir flestum mun hafa vakað,
að aðferðin væri viðsjál" og að „svo sáralítið fengist í aðra
hönd“. Sjálfur er hann orðinn æ sannfærðari um, að
„hingað í landi'ð verður að koma konungsvaldið, á sjálfan
staðinn, hvað sem það nú heitir, landstjóri ,eða‘, — og
þessi einlæga viðleitni þín fari ekki í rjetta átt“. Hann
bendir þess í stað á þann möguleika að „gilda landshöfð-
ingjavaldið“ og gera landshöfðingjann pólitískari, „þar
sem hann nú er mest administrativ". „Satt að vísu, að
ábyrgðin er eigi samfara sem skyldi.“23)
Svar Þórhalls Bjarnarsonar var þannig neikvætt.
Ekki vildi heldur Guójón Guólaugsson, þingmáður
Strandamanna, „afsala“ sér atkvæðisrétti sínum „í hend-
ur annars þingmanns"; til þess að geta gert það þyrfti
„eitthvað meira . . . væntanlegt í aðra hönd“ en Valtýr ger-
ir sér vonir um í bréfi sínu. Að vísu væri það betra en
ekkert, „en það er það minnsta, sem hægt væri að ganga
að“, og sannarlega ekki það mikið, að stjórnin hefði ekki
getað boðið það sem svar við stjórnarskrársamþykktum
þingsins áður, án þess að „vjer þingmenn gjörðum svo
lítið úr oss að skríða marflatir fram fyrir hana“ og lofa
að þegja og verða góðir nokkur ár“. „Það væri allt ann-
að, þó vjer gengjum að slíku tilboði, ef það kæmi ótilknúð
frá stjórninni, en að fara fyrirfram að láta af hendi skuld-
bindingar móti ekki meiru.“ En að Valtý „hafi gengið
annað en gott til“ er „langt fjarri“ honum, og þykir hon-
um „breytni blaðanna og samverkamanna" Valtýs „sjer
í lagi miður drengileg" og „dómarnir nokkuð ómildir og