Saga - 1969, Blaðsíða 68
64
ÓLAFUR EINARSSON
að þar séu í félaginu „allir þeir menn hér í bænum, sem
þeim störfum gegna, er félagið grípur yfir, og tekur það
til starfa 1. maí“.87 í ágripi af sögu félagsins segir Jó-
hannes: „Var því fyrst hugsað um að safna mönnum, og
gekk það vonum framar vel, voru þáð 60 menn eða vel
það. Þeir, sem helzt drógu sig í hlé, voru Búðareyrarmenn.
Svo var farið af stað til kaupmanna, og gekk þar betur
en fjöldinn bjóst við“.88 Jóhannes skýrir svo frá í Verk-
mannablaðinu, að félagið hafi starfað „með fjöri og góð-
um framkvæmdum í 2 ár. En þá kom það fyrir, sem skað-
legast er hverjum félagsskap, að einn deildarstjórinn kom
nokkrum af einni deildinni til þess að brjóta lögin '(þeim
samt fyrst óafvitandi). Þetta varð tilefni til óánægju og
jafnvel sundrungar.-í Maginu. Stuttu eftir þetta var skipt
um stjórn. Og voru kosnir í stjórn þeir menn félagsins,
er voru sjálfstæðir í efnum og höfðu sérstörfum áð gegna
og vanræktu því fundahöld. Af því leiddi, að ekkert var
starfað, félagsmenn urðu áhugalausir, og áður en mörg
ár liðu, lognaðist félagið út af til fulls“.89 Aldamótaárið
hafði það hætt störfum. Þá hafði dofnað yfir atvinnulífi
staðarins og forystumennirnir farnir á brott. Þorsteinn
segir svo í grein sinni í Eimreiðinni:
„1 heild sinni er æfi verkmanna hér ill. Þeir fá oft helzt atvinnu,
sem ákulda í búðunum, og verzlununum er aldrei ráðafátt að
halda þeim mönnum í skuldum, sem þær hafa hag á. Samtök milli
verkmanna hafa verið reynd og stofnuð svo hóflega, að sumir
vinnuveitendur sáu þar jafnvel hag sinn trygðan og hlúðu að
samtökunum, en það varð þó ofan á, að þau slitnuðu, því þeir urðu
fleiri, sem neyðin og náttúrufarið höfðu fastari tök á en félag-
arnir“.oo
Félagið hefur lifað skamma ævi, en menn hafa velt því
mjög fyrir sér, hver átt hafi mestan þátt í stofnun þess.
Fjórir menn virðast fyrst og fremst koma til greina:
þeir tveir, er sæti áttu í fyrstu stjórn félagsins, Anton og
Jóhannes, Vestur-íslendingurinn Bergsveinn M. Long og
skáldið og ritstjórinn Þorsteinn Erlingsson. Þáttur Þor-